Norsku neytendasamtökin, Forbrukerrådet, hafa sett af stað herferð gegn matarsóun sem staðið hefur síðustu vikurnar. Áherslan hefur verið á mat sem Norðmenn henda hvað mest; banana, brauð, grænmeti og matarafganga. Sett hafa verið inn 4 myndbönd á youtube með góðum hugmyndum að matargerð úr hráefni sem of oft endar í ruslinu.
Eflaust munu ófáir leggja leið sína í líkamsræktarstöðvar á nýju ári með fögur fyrirheit um nýjan og heilbrigðari lífsstíl. Fyrir kappsama iðkendur er ódýrast að kaupa árskort eða kort með langan binditíma og því ekki að furða að margir velji þann kost.
Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu halda opin morgunverðarfund um niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutning á matvælum og áhrif hans fyrir neytendur.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 7. desember í Gullteigi A á Grand hóteli. Fundurinn hefst kl. 8:30 og lýkur klukkan 10.