Föstudagur, 28. janúar 2011 - 15:00

Fáar þjóðir verja hlutfallslega meira fé til landbúnaðar en við Íslendingar og óvíða er rekin harðari verndarstefna með tilheyrandi tollum, kvótum og höftum. Fáir treysta sér þó til að taka þátt í umræðunni um landbúnaðarkerfið enda er það mjög flókið og ógagnsætt.

Þriðjudagur, 25. janúar 2011 - 16:00

Rannsóknir hafa sýnt að algeng litarefni geta haft óæskileg áhrif á hegðun barna auk þess sem efnin geta valdið ofnæmisviðbrögðum. Neytendasamtökin hvetja íslenska framleiðendur til að hætta notkun á þessum umdeildu litarefnum hið fyrsta. Þá eru verslanir hvattar til að selja ekki matvæli sem innihalda efnin.

Þriðjudagur, 18. janúar 2011 - 16:00

Neytendasamtökin sjá sig knúin til að gera athugasemdir við frétt sem birtist á vefsíðunni www.dv.is, hinn 17. janúar sl. undir yfirskriftinni „Leynd yfir svörtum lista Neytendasamtakanna“, en frétt sama efnis birtist í DV sama dag.

mánudagur, 17. janúar 2011 - 16:15

Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun í fjölmiðlum um samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga.  Að samkomulagi þessu stóðu Neytendasamtökin, Samtök banka og verðbréfafyrirtækja og Samband íslenskra sparisjóða auk viðskiptaráðherra fyrir hönd ríkisins.

Miðvikudagur, 12. janúar 2011 - 16:15

 

Að undanförnu hefur verið mikil umræða um vegatolla á þjóðvegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Stjórn Neytendasamtakanna fjallaði um málið á fundi sínum þann 10. janúar sl. Niðurstaða stjórnar var að leggjast harðlega gegn slíkri skattlagningu.

Pages