Miðvikudagur, 12. janúar 2011 - 16:15

Eftirfarandi erindi hefur verið sent til Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra.  Í erindinu koma fram áhyggjur Neytendasamtakanna á stöðu leigjenda hér á landi enda eru engin hagsmunasamtök leigjenda starfandi og skortur er á leiðbeiningaþjónustu fyrir þennan hóp.

mánudagur, 10. janúar 2011 - 16:15

 

Þann 28. desember sl. tóku gildi svokölluð gengislánalög efnahags- og viðskiptaráðherra. Lögin eru sett með það að leiðarljósi að auðvelda endurútreikning og uppgjör gengistryggðra lána og eyða óvissu varðandi gengistryggð lán. Frekari upplýsingar um lögin má finna á heimasíðu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.

Miðvikudagur, 5. janúar 2011 - 16:15

 

Út er komin ársskýrsla Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna vegna ársins 2010 og er skýrslan aðgengileg hér fyrir neðan fréttina.

mánudagur, 3. janúar 2011 - 16:15

 

Háir tollar eru lagðir á flestar innfluttar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi verndarstefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaöryggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi.

Laugardagur, 1. janúar 2011 - 16:15

 

Neytendasamtökin minna félagsmenn sína á rafrænt heimilisbókhald samtakanna sem hægt er að nálgast á vefnum á læstum síðum fyrir félagsmenn.  Í því er áætlun og mánaðaruppgjör með daglegum færslum og föstum mánaðarlegum færslum. Félagsmönnum gefst þannig kostur á að nota einfalt og þægilegt heimilisbókhald og öðlast yfirsýn yfir fjármálin.

Pages