Föstudagur, 1. desember 2017 - 12:00

Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu halda opin morgunverðarfund um niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutning á matvælum og áhrif hans fyrir neytendur.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 7. desember í Gullteigi A á Grand hóteli. Fundurinn hefst kl. 8:30 og lýkur klukkan 10.

Föstudagur, 1. desember 2017 - 9:45

Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 25 nóvember. Í ljósi nýlegs dóms Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að bann við innflutningi á ferskri kjötvöru, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins skorar stjórn samtakanna á nýja ríkisstjórn að gera nauðsynlegar ráðstafanir hið fyrsta til að framfylgja dómnum. Jafnframt skorar stjórn NS á innflutningsaðila og heildsala að tryggja upprunamerkingar og heilnæmi matvara. Þó svo að samkeppni sé af hinu góða má hún ekki bitna á öðrum hagsmunum neytenda.

Miðvikudagur, 29. nóvember 2017 - 11:00

Það hefur færst í vöxt að lögmenn bjóði fram þjónustu sína við að sækja staðlaðar skaðabætur vegna seinkunar á millilandaflugi eða aflýsingar á flugi. Þóknun fyrir þjónustuna er yfirleitt hlutfall af þeim skaðabótum sem neytandinn á rétt á. Að gefnu tilefni vilja Neytendasamtökin benda á að neytendur geta sótt slíkar bætur sér að kostnaðarlausu.

Fimmtudagur, 23. nóvember 2017 - 13:15

Nú þegar jólin nálgast er viðbúið að margir nýti þann möguleika að gefa gjafabréf í jólagjöf. Neytendasamtökin hafa oft og ítrekað fjallað um gjafabréf og kann sumum að þykja nóg um. Ástæðan er hins vegar sú að allt of margir lenda í vandræðum vegna gjafabréfa og því er rétt að hafa varann á.

Pages

Tag: : 

Aðilar gerðu með sér eins árs samning, frá 1. júní 2011 til 1. júní 2012, en svo fór að leigjandinn flutti úr eigninni í október 2011.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

10

Tag: : 

Aðilar gerðu munnlegan (ótímabundinn) leigusamning í október 2011. Í lok febrúar 2012 sagði leigjandi leigunni upp með sms-skeyti og bauðst til þess að greiða leigu fyrir marsmánuð eða finna nýjan leigjanda.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

09

Tag: : 

Deilur aðila sneru að uppgjöri við lok leigutíma, en leigusali hafði gengið að tryggingu vegna þeirrar fjárhæðar sem hann taldi leigjanda skulda sér. Í fyrsta lagi taldi leigjandinn að honum bæri ekki að borga leigu vegna desembermánaðar en hann hefði viljað skila íbúðinni hinn 2. desember.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

01

Tag: : 

Leigusali leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigutaka yrði gert að greiða bætur vegna skemmda á húsnæðinu. Jafnframt krafðist hann þess að viðurkennt væri að hann hefði mátt ráðstafa tryggingu (sem nam þriggja mánaða leigu) upp í vangoldna húsaleigu.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

04

Tag: : 

Leigusali leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigjanda yrði gert að greiða leigu í þriggja mánaða uppagnarfresti. Leigusali hafði sagt samningnum upp hinn 15. maí og taldi uppsagnarfresti því ljúka 1. september. Um tímabundinn samning var að ræða og átti honum að ljúka hinn 1.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

50

Tag: : 

Leigjendur leituðu til nefndarinnar og kröfðust endurgreiðslu tryggingarfjár að upphæð 540.000 kr. auk verðbóta og vaxta.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

43

Tag: : 

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning frá 1. janúar til 1. júní, en virðast þó hafa samið um að samningnum lyki 1. maí. Íbúðinni var þó ekki skilað fyrr en 4. maí.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

41

Tag: : 

Leigjandi leitaði til nefndarinnar því hann taldi að leigusala hefði verið óheimilt að ganga að bankaábyrgð.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

39

Tag: : 

Leigjandi leitaði til nefndarinnar eftir lok leigusamnings og krafðist þess að leigusali endurgreiddi fyrirframgreidda leigu og tryggingarfé, en leigusali hafði krafið hann um bætur vegna þrifa, hillna í ísskáp, eldavélar og viftu, samtals að upphæð 98.700 kr.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

36

Tag: : 

Samið hafði verið um að leigjandi tæki að sér ákveðnar endurbætur á leiguíbúð. Ágreiningur var milli leigjanda og leigusala um hvernig gera skyldi upp kostnað vegna framkvæmdanna.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

27

Pages