Það sem af er árinu hafa Neytendasamtökin fengið í kringum 200 fyrirspurnir og erindi vegna húsaleigumála. Það svarar til um 800 erinda á ári en til samanburðar má nefna að erindi vegna húsaleigumála voru 414 árið 2010 en árið 2009 voru erindi af þessum toga aðeins 218.
Ef þú heldur veislu og lætur veisluþjónustu sjá um herlegheitin er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga. Sértu ekki ánægður með þjónustuna skaltu kvarta strax. Jafnvel þótt það geti verið óþægilegt að kvarta í sjálfri veislunni er nauðsynlegt að gefa fyrirtækinu færi á að laga það sem úrskeiðis fór. Heppnist það ekki skaltu kvarta skriflega strax eftir veisluna.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar vegna ágreinings um tryggingarfé. Hann hafði haft íbúðina á leigu í sextán mánuði en við lok leigutíma tók leigjandinn kostnað við málun íbúðarinnar, þrif og leigu vegna fjögurra daga sem það tók að mála íbúðina.
Leigjandi hélt því fram að leigusamningur hefði verið ólöglegur. Þannig hafi verið tekið fram í samningnum að honum mætti ekki þinglýsa, en þar með gat leigjandi ekki sótt um húsaleigubætur, og að leigan yrði ekki gefin upp til skatts.