Rannsóknir hafa sýnt að algeng litarefni geta haft óæskileg áhrif á hegðun barna auk þess sem efnin geta valdið ofnæmisviðbrögðum. Neytendasamtökin hvetja íslenska framleiðendur til að hætta notkun á þessum umdeildu litarefnum hið fyrsta. Þá eru verslanir hvattar til að selja ekki matvæli sem innihalda efnin.
Neytendasamtökin sjá sig knúin til að gera athugasemdir við frétt sem birtist á vefsíðunni www.dv.is, hinn 17. janúar sl. undir yfirskriftinni „Leynd yfir svörtum lista Neytendasamtakanna“, en frétt sama efnis birtist í DV sama dag.
Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun í fjölmiðlum um samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. Að samkomulagi þessu stóðu Neytendasamtökin, Samtök banka og verðbréfafyrirtækja og Samband íslenskra sparisjóða auk viðskiptaráðherra fyrir hönd ríkisins.
Að undanförnu hefur verið mikil umræða um vegatolla á þjóðvegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Stjórn Neytendasamtakanna fjallaði um málið á fundi sínum þann 10. janúar sl. Niðurstaða stjórnar var að leggjast harðlega gegn slíkri skattlagningu.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar vegna ágreinings um tryggingarfé. Hann hafði haft íbúðina á leigu í sextán mánuði en við lok leigutíma tók leigjandinn kostnað við málun íbúðarinnar, þrif og leigu vegna fjögurra daga sem það tók að mála íbúðina.
Leigjandi hélt því fram að leigusamningur hefði verið ólöglegur. Þannig hafi verið tekið fram í samningnum að honum mætti ekki þinglýsa, en þar með gat leigjandi ekki sótt um húsaleigubætur, og að leigan yrði ekki gefin upp til skatts.