Eftirfarandi erindi hefur verið sent til Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra. Í erindinu koma fram áhyggjur Neytendasamtakanna á stöðu leigjenda hér á landi enda eru engin hagsmunasamtök leigjenda starfandi og skortur er á leiðbeiningaþjónustu fyrir þennan hóp.
Þann 28. desember sl. tóku gildi svokölluð gengislánalög efnahags- og viðskiptaráðherra. Lögin eru sett með það að leiðarljósi að auðvelda endurútreikning og uppgjör gengistryggðra lána og eyða óvissu varðandi gengistryggð lán. Frekari upplýsingar um lögin má finna á heimasíðu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.
Háir tollar eru lagðir á flestar innfluttar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi verndarstefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaöryggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar vegna ágreinings um tryggingarfé. Hann hafði haft íbúðina á leigu í sextán mánuði en við lok leigutíma tók leigjandinn kostnað við málun íbúðarinnar, þrif og leigu vegna fjögurra daga sem það tók að mála íbúðina.
Leigjandi hélt því fram að leigusamningur hefði verið ólöglegur. Þannig hafi verið tekið fram í samningnum að honum mætti ekki þinglýsa, en þar með gat leigjandi ekki sótt um húsaleigubætur, og að leigan yrði ekki gefin upp til skatts.