Þing Neytendasamtakanna verður haldið laugardaginn 27-28 október næstkomandi í Akóges salnum Lágmúla 4. Allir skuldlausir félagsmenn hafa rétt til þátttöku á þinginu svo framarlega sem þeir hafi tilkynnt þátttöku sína fyrir tímafrestinn sem var 20. október. Þinginu verður streymt þannig að þeir sem hafa ekki tök á að mæta á staðinn geta fylgst með á netinu og tekið þátt eftir atvikum.
Samkvæmt núgildandi lögum Neytendasamtakanna skulu lagabreytingartillögur lagðar fram á skrifstofu samtakanna eigi síðar en 15. ágúst það ár sem reglulegt þing er haldið og kynnt á heimasíðu samtakanna eigi síðar en 1. september sama ár.
Tvær lagabreytingartillögur bárust skrifstofu samtakanna:
Aðilar voru ósammála um hversu langur uppsagnarfrestur væri á ótímabundnum leigusamningi sem þeir höfðu gert, en leigjandi þurfti að flytja út með skömmum fyrirvara.
Leigjendur kröfðust þess fyrir nefndinni að fá endurgreidda leigu vegna þess tíma sem þeir bjuggu í leiguíbúð þar sem hún hefði verið heilsuspillandi. Atvik voru þau að aðilar gerðu tímabundinn samning til ellefu mánaða.
Í samningi aðila var kveðið á um að leigjandi skyldi mála íbúðina á sinn kostnað við lok leigutíma. Leigusali hélt því fram að samkvæmt þessu ætti leigjandi að greiða fyrir málun og eins neitaði leigusali að endurgreiða verðbætur á tryggingafé þar sem leigjandinn hefði skemmt helluborð.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar þar sem hann taldi riftun leigusala á samningnum ólögmæta. Atvik voru þau að leigjandinn var með kött í íbúðinni og rifti leigusalinn samningnum vegna þess.
Leigusali krafðist þess að leigjandi greiddi bætur vegna rakaskemmda á borðplötu við eldhúsvask. Leigjandinn taldi hins vegar að rakaskemmdirnar mætti rekja til þess að frágangur á borðplötu væri ófullnægjandi.
Upp kom leki og rakaskemmdir í leiguíbúð. Aðilar voru ekki sammála um orsök lekans en leigjandinn taldi hann stafa frá svalagólfi en leigusalinn byggði á því að lekinn stafaði frá þvottavél eða vaski.
Um var að ræða fjögurra mánaða leigu á herbergi á gistihúsi. Leigusalar héldu því fram að þar sem um gistiheimili væri að ræða ættu húsaleigulögin ekki við en kærunefndin féllst ekki á þann skilning enda ekki um skammtímaleigu að ræða í skilningi laganna.
Um var að ræða tímabundinn leigusamning til eins árs. Að sögn leigjanda hafði ýmislegt verið að húsnæðinu allt frá upphafi og taldi hann að ljóst væri að leigusali hefði ekki í hyggju að bæta úr ágöllum á húsnæðinu.
Aðilar höfðu gert ótímabundinn leigusamning frá 1. október 2013. Mjög stuttu eftir að samningstíminn hófst tilkynnti leigjandinn hins vegar að hann vildi flytja og útvegaði, í samráði við leigusala, nýja leigjendur sem fluttu inn 30. nóvember sama ár.
Aðilar gerðu með sér tímabundinn samning, frá 1. febrúar 2013 til 1. febrúar 2014. Leigusalar sögðu svo samningnum upp með þriggja mánaða uppsagnarfresti sem rann út 1. september 2013.