Naskur viðskiptavinur á matsölustað rak augun í ofreiknað verð á kassastrimli, þ.e. misræmi á milli kostnaðarliða og samtölu. Nú er það eflaust sjaldnast þannig að fólk taki upp reiknivélina og leggi saman þær vörur sem strimillinn sýnir til að tryggja að heildarútkoman sé rétt – enda eiga þeir ekki að þurfa þess.
Neytendablaðið er komið út og er nú á leiðinni í pósti til félagsmanna Neytendasamtakanna. Blaðið er fjölbreytt að vanda en meðal efnis er viðtal við Jóhannes Gunnarsson sem hefur marga fjöruna sopið þegar neytendamálin eru annars vegar. Hann rifjar upp baráttuna sem oftar en ekki naut lítils skilnings hjá ráðamönnum.
Farsímanotkun milli landa Evrópu var lengi vel mjög dýr. Svo dýr reyndar að Evrópusambandið ákvað að grípa til sinna ráða því ljóst var að markaðurinn réð ekki við verkefnið. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu inniheimta þegar neytendur nota farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þak hefur farið stiglækkandi frá árinu 2007.
Varað hefur verið við tölvupóstskeytum sem eru látin líta út fyrir að koma frá þekktum íslenskum fyrirtækjum. Um er að ræða svikapósta þar sem viðtakandi er blekktur til að ýta á tengil, skrá sig inn með lykilorði og notendanafni eða jafnvel að slá inn kreditkortaupplýsingar sínar.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar vegna ágreinings um tryggingarfé. Hann hafði haft íbúðina á leigu í sextán mánuði en við lok leigutíma tók leigjandinn kostnað við málun íbúðarinnar, þrif og leigu vegna fjögurra daga sem það tók að mála íbúðina.
Leigjandi hélt því fram að leigusamningur hefði verið ólöglegur. Þannig hafi verið tekið fram í samningnum að honum mætti ekki þinglýsa, en þar með gat leigjandi ekki sótt um húsaleigubætur, og að leigan yrði ekki gefin upp til skatts.