Fimmtudaginn 26. janúar sl. héldu Neytendasamtökin upp á 64 ára afmæli samtakanna. Þar var Jóhannes Gunnarsson útnefndur sem heiðursfélagi samtakanna. Það var samkvæmt ákvörðun stjórnar samtakanna á fyrsta fundi eftir að Jóhannes lét af embætti formanns á síðastliðnu hausti.
Ársskýrsla Leigjendaaðstoðarinnar fyrir árið 2016 er komin út. Á árinu bárust Leigjendaaðstoðinni 2.159 erindi, sem var aukning um rúmlega 1% frá árinu á undan. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemina á árinu og upplýsingar um aðra þætti, eins og t.d. breytingar á húsaleigulögum sem tóku gildi á árinu.
Nýjasta tölublað Neytendablaðsins ætti nú að vera komið með pósti heim til flestra félagsmanna Neytendasamtakanna. Að venju er efni blaðsins afar fjölbreytt, en að þessu sinni má m.a. finna kynningu á helstu áherslum Neytendasamtakanna sem samþykktar voru á síðasta þingi samtakanna, gæðakönnun á sjónvörpum, umfjöllun um ný snertilaus greiðslukort og margt fleira.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar vegna ágreinings um tryggingarfé. Hann hafði haft íbúðina á leigu í sextán mánuði en við lok leigutíma tók leigjandinn kostnað við málun íbúðarinnar, þrif og leigu vegna fjögurra daga sem það tók að mála íbúðina.
Leigjandi hélt því fram að leigusamningur hefði verið ólöglegur. Þannig hafi verið tekið fram í samningnum að honum mætti ekki þinglýsa, en þar með gat leigjandi ekki sótt um húsaleigubætur, og að leigan yrði ekki gefin upp til skatts.