Þann 22. október nk. verður haldið þing Neytendasamtakanna. Þar mun m.a. fara fram stjórnarkjör. Frambjóðendur til formanns samtakanna eru fimm talsins. Utan formanns eiga sæti í stjórn tólf stjórnarmenn. Tólf buðu sig fram til almennrar stjórnarsetu og verða því sjálfkjörnir.
Þessa daganna er Neytendablaðið á leið í pósti til félagsmanna Neytendasamtakanna. Efni blaðsins er að venju afar fjölbreytt, en í nýjasta blaðinu má m.a. finna kynningu á frambjóðendum til stjórnar Neytendasamtakanna. Kosning til stjórnar fer fram á þingi samtakanna sem haldið verður hinn 22.
Undanfarið hefur Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna fengið fjölmargar fyrirspurnir frá leigutökum vegna fyrirhugaðra hækkana á leiguverði af hálfu leigusala. Margir gera sér ekki grein fyrir því hvenær leigusala er heimilt að hækka leiguverð og hvenær ekki. Ef húsaleigusamningur er í gildi þá getur leigusali ekki farið fram á að hækka leiguverðið nema með samþykki leigutaka.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar vegna ágreinings um tryggingarfé. Hann hafði haft íbúðina á leigu í sextán mánuði en við lok leigutíma tók leigjandinn kostnað við málun íbúðarinnar, þrif og leigu vegna fjögurra daga sem það tók að mála íbúðina.
Leigjandi hélt því fram að leigusamningur hefði verið ólöglegur. Þannig hafi verið tekið fram í samningnum að honum mætti ekki þinglýsa, en þar með gat leigjandi ekki sótt um húsaleigubætur, og að leigan yrði ekki gefin upp til skatts.