Þann 15. mars á hverju ári er haldinn alþjóðadagur neytendaréttar (e. World Consumer Rights Day), en í ár er m.a. barist fyrir auknu trausti neytenda á hinum stafræna heimi.
Neytendasamtökin fá gjarnan kvartanir vegna gjafabréfa flugfélaga en gildistími þeirra er yfirleitt afar stuttur. Margar kvartanir hafa borist samtökunum vegna gjafabréfa frá WOW air, en samkvæmt skilmálum þeirra er gildistíminn aðeins eitt ár og það sem meira er; ferðin þarf að hafa verið farin innan þessa árs.
Í gær féll dómur í Hæstarétti sem gæti haft áhrif á stóran hóp íslenskra neytenda. Málið varðar mann sem hafði lent í fjárhagsvandræðum í kjölfar bankahrunsins 2008 og sótti því um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara.
Ársskýrsla Leigjendaaðstoðarinnar fyrir árið 2017 er komin út. Á árinu bárust Leigjendaaðstoðinni 2.362 erindi, sem er aukning um 10% frá árinu á undan. Í skýrslunni má finna ítarlegar tölfræðiupplýsingar um öll erindi ársins, upplýsingar um þau milligöngumál sem komu á borð aðstoðarinnar, upplýsingar um starfsemina og ýmsan fróðleik um réttarstöðu leigjenda.
Um var að ræða tímabundinn leigusamning frá 1. mars 2009 til 1. mars 2010. Þegar leigjandinn kom heim frá útlöndum í júlí 2009 var svo búið að leigja íbúðina öðru fólki, skipta um læsingu á íbúðinni og fjarlægja búslóð leigjandans.
Við skil á leiguhúsnæði endurgreiddi leigusali fyrirframgreidda leigu en ekki verðtryggingu sem fyrirframgreiðslan bar á tímabilinu. Nefndin vísaði í ákvæði húsaleigulaga um að tryggingarfé í vörslu leigusala skyldi vera verðtryggt.
Um var að ræða tímabundinn samning til eins árs. Þegar u.þ.b. mánuður var liðinn af leigutímanum tilkynnti leigjandi að hann væri að flytja út þar sem læki úr svefnherbergislofti. Í kjölfarið hafði leigusali samband við íbúa á hæðinni fyrir ofan sem komu í veg fyrir lekann.
Gerður var tímabundinn leigusamningur til 15 mánaða. Leigjendur lögðu fram tryggingavíxil við upphaf leigutíma. Vegna fjárhagserfiðleika fluttu leigjendur út úr leiguhúsnæðinu rúmum mánuði áður en samningnum átti að ljúka og töldu sér ekki skylt að greiða leigu síðustu tvo mánuði samningstímans.
Ágreiningur var á milli aðila um kostnað sem leigjandi var krafinn um eftir skil íbúðar. Leigusali krafði leigjanda um kostnað vegna úttektar, málunar, þrifa, bónun gólfa auk kostnað fyrir perur og lykla.
Um var að ræða tímabundinn leigusamning til eins árs. Leigjandi sagðist hafa orðið fyrir töluverðum óþægindum vegna viðgerða og viðhaldsvinnu sem unnin var af leigusala og mönnum á hans vegum.
Í málinu gerðu aðilar með sér tímabundinn leigusamning til eins árs. Leigjandi taldi sig verða fyrir miklu ónæði og óþægindum af völdum nágranna sinna sem einnig voru leigjendur hjá sama leigusala. Að sögn leigjanda var mikið um partý og slæma umgengni annarra í húsinu.
Um var að ræða tímabundinn leigusamning til eins árs frá 1. janúar 2009. Leigjandinn flutti þó aldrei inn og rifti samningnum þar sem íbúðin væri ekki í því ástandi sem ætla mætti, veggir, gluggar og gardínur kámug og skítug auk þess sem raftengi inn á baðherbergi hefði ekki verið frágengið.