Fimmtudagur, 25. janúar 2018 - 10:15

Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á og mótmælir fyrirhugaðri línulögn um grannsvæði vatnsbóla allra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Að setja upp háspennumöstur fylgir afar mikið jarðrask og stórtækar vinnuvélar með tilheyrandi mengunarhættu yrðu að störfum á gljúpu hrauni, aðeins nokkrum metrum ofan við þar sem vatnið rennur á leið í vatnsbólin.

Föstudagur, 19. janúar 2018 - 9:15

Neytendasamtökin hafa sent umsögn vegna frumvarps um breytingar á lögum um stimpilgjald sem Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur til meðferðar.

mánudagur, 8. janúar 2018 - 12:30

Jóhannes Gunnarsson lést laugardaginn 6. janúar 68 ára að aldri. Jóhannes lærði mjólkurfræði í Danmörku en flutti að námi loknu í Borgarnes og vann þar sem mjólkurfræðingur. Árið 1980 flutti Jóhannes til Reykjavíkur og hóf störf hjá Verðlagsstofnun þar sem hann hafði umsjón með verðkönnunum. Hann settist í stjórn Neytendasamtakanna árið 1978 og var kosinn formaður sex árum síðar.

Föstudagur, 5. janúar 2018 - 10:00

Neytendasamtökin og velferðarráðuneytið hafa endurnýjað þjónustusamning vegna aðstoðar við leigjendur. Neytendasamtökin hafa séð um þjónustuna samkvæmt samningi við ráðuneytið síðan árið 2011 og hafa um 13.000 erindi borist á þeim tíma. Það voru Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra og Hrannar Már Gunnarsson stjórnandi þjónustunnar sem undirrituðu samninginn.

Pages

Tag: : 

Leigutaki hafði verið með íbúð á leigu frá árinu 2000. Í leigusamningi var ekki tekið fram að leigan skyldi breytast með einhverjum hætti á samningstímanum. Árið 2005 hóf leigusali þó að tengja leiguverðið við þróun vísitölu, þannig að leigan fór stighækkandi.

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

38

Tag: : 

Leigjendur leituðu til nefndarinnar með þá kröfu að þeim yrði endurgreitt tryggingarfé sem þeir höfðu greitt við upphaf leigutímans. Um tímabundinn leigusamning var að ræða en leigjendur fluttu út þegar þrír mánuðir voru eftir af leigutímanum.

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

29

Tag: : 

Leigjandi taldi sig hafa ofgreitt í hússjóð frá upphafi leigutíma. Í leigusamningi aðila var skráð það frávik undir liðnum rekstrarkostnaður að leigjandi skyldi greiða hússjóð og rafmagn.

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

11

Tag: : 

Um var að ræða ótímabundinn leigusamning og skyldi leigan breytast með tilliti til vísitölu. Talsverður hluti leigunnar var í vanskilum, en leigjendur héldu því fram að þeim bæri bara að greiða hluta skuldarinnar þar sem ástandi eignarinnar hefði verið afar ábótavant.

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

05

Tag: : 

Um var að ræða tímabundinn leigusamning frá 18. júní 2010 til 31. maí 2012. Hinn 24. nóvember 2010 fékk leigusali hins vegar tilkynningu frá leigjendum með sms-skilaboðum um að þeir væru fluttir úr eigninni og voru lyklar afhentir hinn 5. desember. Stuttu síðar greiddu leigjendur 50.000 kr.

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

04

Tag: : 

Deilt var um hvort leigusala hefði verið heimilt að rifta samningi, en það gerði hann á grundvelli slæmrar umgengni leigjanda, en leigjandi taldi riftunina ekki hafa farið fram með réttum hætti. Leigusali hafði sent leigjanda viðvörun dags. 14. maí og 16.

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

02

Tag: : 

Leigjandi leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigusali skilaði tryggingarvíxli enda taldi hann sig ekki skulda neitt. Atvik voru þau að aðilar gerðu eins árs samning (með þriggja mánaða uppsagnarfresti) frá 1. júní 2010 til 1. júní 2011.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

68

Tag: : 

Leigjendur kröfðust þess að fá tryggingarfé að upphæð 240.000 kr. endurgreitt, en nauðungarsala fór fram á eigninni áður en leigutíma lauk. Var þá gert samkomulag með leigjendum og leigusala um að leigjendur rýmdu eignina áður en hún yrði afhent nýjum eiganda.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

55

Tag: : 

Leigjandi rifti samningi eftir að hafa fengið vottorð heilbrigðiseftirlitsins um að húsnæðið væri óíbúðarhæft, en raki var í eigninni. Leigusali mótmælti riftuninni en sagðist eiga kröfu á leigjandann vegna lélegrar umgengni og þess að íbúðinni hefði verið skilað í slæmu ásigkomulagi.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

48

Tag: : 

Leigjandi krafðist þess fyrir nefndinni að fá endurgreidda fyrirframgreiðslu sem svaraði til tveggja mánaða húsaleigu. Atvik voru þau að 26. apríl höfðu aðilar gert leigusamning sem tók gildi 1. maí. Hinn 25.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

45

Pages