Ábyrg lánveiting – hvað er nú það?

mánudagur, 11. september 2006

 

Samfélagsleg ábyrgð verður sífellt mikilvægari samkeppnisþáttur hjá fyrirtækjum. Samfélagsleg ábyrgð stendur fyrir vilja fyrirtækisins til að starfa á siðrænan hátt. Á ráðstefnu sem finnska neytendastofnunin hélt í vor fjölluðu sérfræðingar um samfélagslega ábyrgð á lánamarkaði.

Hvernig á að markaðsetja lán?
Markaðssetningá lánum virðist birta þá mynd að draumar geti ræst með lánsfé. Lítið er sagt um afurðina sjálfa s.s. lántökukostnað, skilmála og afborganir. Einnig er tilhneiging til leggja áherslu á skjóta og auðvelda lántöku. Það fellur ekki alltaf vel að þeirri grundvallarreglu að neytendur ættu að hafa nægan tíma og upplýsingar til að styðja ákvörðunartöku um lán, þar sem mun meiri ábyrgð fellst í lántöku en t.d. dagleg innkaup gera. En hvernig er hægt að ætlast til þess að neytendur hugleiði vel ákvörðun sína ef þeir eru um leið hvattir til að bregðast hratt við?

Hvernig metur ábyrgur lánveitandi mismunandi markhópa?
Gengið er út frá því að lán séuboðið meðal-neytandanum. Það eru þeir sem búa yfir sæmilega góðri innsýn og hæfileikum og að þeir beri saman mismunandi möguleika og nýti sér samkeppni sem er á markaðnum.

Samt sem áður eru til margir einstaklingar og neytendahópar sem búa ekki yfir þessum kostum.  T.d. ungt fólk sem er nýorðið fjárráða, það hefur varla sömu dómgreind og lífsreynslu og fullorðinn einstaklingur.  Lánveitandi getur sýnt ábyrgð með því að sníða upplýsingarnar eftir mismunandi markhópum og tryggt að hann misnoti ekki trúgirni eða reynsluleysi fólks sem er í veikari stöðu en meðal-neytandinn. Það er grundvallaratriði að spyrja hvað hægt sé að ætlast til að neytendur þekki, hvort skrifaðar upplýsingar séu fullnægjandi fyrir alla markhópa, hvernig hægt erð skilgreina fólk sem þarf á viðbótarupplýsingum að halda eða hvernig hægt er að nálgast það.

Í framkvæmd fær ólögráða fólk tækifæri til að auka skuldir sínar, jafnvel þó að fólk undir 18 ára sé ekki fjárráða. Það reynir á ábyrga hegðun um leið og skuldasamfélagið er að fá nýja meðlimi á ungum aldri.  T.d. ólögráða sem geta stofnað til farsímaviðskipta, sem í framkvæmd þýðir skuld við fyrirtækið eða sérstök kreditkort hönnuð fyrir börn.

Hvernig er hægt að tryggja að neytendur fái upplýsingar?
Lán eru flókin afurð sem felur í sér þýðingarmiklar lagalegar- og fjárhagslegar skuldbindingar. Allir vita að neytendur tala um fjármál á annan hátt en sérfræðingar í lánaviðskiptum. Hvernig geta lántakendur tryggt að upplýsingar séu skýrar og skiljanlegar?  Eru mikilvægar upplýsingar týndar í frumskógi tækniorða í samningsskilmálunum og eru allir neytendur hæfir til að meðtaka þessar upplýsingar?

Ein leið er að birta staðlaðan lista af lykilatriðum eins og t.d. árlegu hlutfallstölu kostnaðar, upphæð og fjölda mánaðarlegra afborgana á lánstímanum, heildarkostnað láns, hvað gerist ef ekki er staðið í skilum og hvaða möguleikar eru fyrir uppgreiðslu láns áður en lánstíma lýkur. Einnig er viðurkennt að áhrifaríkasta leiðin til að tryggja að fólk skilji heildarmyndina sé að tala við það beint, þ.e.a.s. að nota viðtalsformið í stað þess að lána í gegnum fjarskipti.

Hvernig getur ábyrg lánveiting verið sýnileg við skuldasöfnun?
Ef neytandi á erfitt með að standa í skilum, ætti hann að hafa samband við lánveitandann og semja um greiðslur, t.d. með framlengingu á greiðsluáætlun. Í framkvæmd eru ekki allir lánveitendur viljugir til þess ef það er einfaldara fyrir þá að láta málin fara í vanskilaferlið og senda í innheimtu.  Upphaflegi lánveitandinn er oftar viljugri til að semja um greiðslur heldur en t.d. innheimtustofa.  Það er líka orðið algengara að útistandandi skuldir séu seldar til sérhæfðra innheimtuaðila, þar sem áherslan er ekki að viðhalda persónulegu sambandi eða útilokun ákveðinna þjóðfélagshópa, heldur er markmiðið að hámarka hagnað fyrirtækisins.

Mikilvægt einkenni á ábyrgri lánveitingu er áhugi á stöðu og þörfum viðskiptavinarins í gegnum allt lántöku- og endurgreiðsluferlið. Þar sem greiðsluerfiðleikar og afskriftir lána eru ekki efst í huga neytandans / lántakandans, gæti ábyrgur lánsveitandi stutt við og umbunað viðskiptavini sem sér fyrir greiðsluerfiðleika sína. Yfirleitt kostar það gera breytingu á greiðsluáætlun. Það væri til hagsbóta fyrir lánveitanda ef viðskiptavinur sem á við greiðsluerfiðleika að etja og hefur samband í tíma, gæti fengið ókeypis eða lægra gjald á breytingu á greiðsluáætlun heldur en sá sem dregur það að hafa samband fram yfir gjalddaga.

Önnur lykilspurning er hvort skuldasöfnun geti einhverntímann verið til hagsbóta fyrir skuldarann. Hvernig er hægt að tryggja sanngirni í samningum um greiðslur? Ætti innheimtuaðili að hafa sömu skyldum að gegna til verndar báðum aðilum eins og t.d. fasteignasali? Í sumum tilfellum er ástæða til að ætla að töf á innlausn verðbréfa hefur haft í för með sér hærri kostnað fyrir skuldara.

Hvernig getur þróun markaðarins haft áhrif á heildahugmynd um ábyrgð?
Framboð á neytendalánum hefur aukist. Hefðbundnir lánveitendur eins og bankar hafa lagt áherslu á neytendalán í lánaframboði sínu, erlendir aðilar hafa komið fram á sviðið og fjarsala á lánum hefur aukist. Á síðasta ári hafa skyndilán í gegnum farsíma verið í boði. Þau eru frekar lág og hafa stuttan greiðslufrest.

Almenn þróun sýnir að heimilistækja- og húsgagnaverslanir eru að auka notkun lánaviðskipta. En er það ábyrgt að bjóða endalaust lán þegar neytandi þar af fjármagna einstök innkaup? Góður húsgagnasali þarf ekki endilega að vera sérfróður um lánveitingar, en það er hlutverk sem hann fer í þegar hann býður viðskiptavini sínum samning um lánaviðskipti. Til að mynda kemur fram í málum hjá ráðgjafaþjónustu viðskiptavina banka að seljendur hafa ekki farið yfir alla skilmála lána með viðskiptavinum sínum. Seljendur ræða sennilega ekki um almenna greiðslugetu eða fjárhagsstöðu viðskiptavina sinna við þessar aðstæður.

Annar nýr siður er að bjóða tryggingu fyrir láni eða aðrar viðbótatryggingar með lánum. Jákvæða hliðin er að það dregur athygli lántakandans að áhættunni sem er fólgin í að taka lán. En neikvæða hliðin er sú að allur samanburður á mismunandi afurðum verður erfiðari og gagnsæi verður mun minna. Tvöfalt hlutverk lánveitandans sem ráðgjafi og seljandi verður einnig vandamál. Ábyrgur lánveitandi ætti alltaf að benda viðskiptavini á hlutlausar heimildir um upplýsingar og ráðgjöf.

Ábyrg lánveiting er í umræðu víða í heiminun.  Ráðstefnan sem finnska neytendastofnunin hélt 26. apríl sl. tengdist annarri ráðstefnu um ábyrgar lánveitingar sem var haldin í Brussel 28.-29. apríl.  Sú ráðstefna var haldin á vegum lykil-samtaka á þessum vettvangi, NCRC í Bandaríkjunum og IFF í Evrópu.

Hægt er að fá upplýsingar um ráðstefnuna á heimasíðunni www.responsible-credit.net og einnig er hægt að lesa meira um ábyrgar lánveitingar á heimasíðu finnsku neytendastofnunarinnar.