Inkasso i Norden

Föstudagur, 19. október 2007

 

Úrdráttur úr skýrslu frá SIFO – Oppdragsrapport nr.6 - 2007:

Hvernig er skipulag innheimtumála byggt upp í Noregi, Svíþjóð og Danmörk?

1.     Formáli og grundvallarreglur
Skipulag og framkvæmd innheimtugeirans í þessum þremur löndum einkennist af ólíkum áherslum. Norska skipulagið felur í sér að kvörtunarleiðir eru lengra á veg komnar og neytendasjónarmið gerð hátt undir höfði. Sænska leiðin sker sig úr, fyrst og fremst vegna kostnaðarskiptingar milli skuldara og skuldareiganda. Danska skipulagið er enn í þróun. Frá sjónarhóli skuldareiganda þar í landi er kerfið ekki farið að skila árangri og frá sjónarhóli skuldarans eru takmörkuð úrræði til kvörtunar og enn er lítið tillit tekið til neytendasjónarmiða.

2.     Umgerð um innheimtustarfsemina
Löndin þrjú hafa innheimtulöggjöf sem skilgreinir og setur reglur um innheimtustarfsemi. Svíþjóð er með elstu löggjöfina á þessu sviði. Krafa um heiðarleika þess sem sækir um að reka innheimtustarfsemi er strangari í Danmörku og Noregi heldur en í Svíþjóð.

Einhver munur er á skilgreiningu í lögunum um innheimtustarfsemi en samt ekki svo mikill. Allstaðar er farið fram á vönduð vinnubrögð. Það þýðir m.a. að skuldaranum er tryggður möguleiki á að bera brigður á og koma í veg fyrir myndun óréttmætrar kröfu. Innheimtufyrirtæki mega ekki stofna vafasamar kröfur eða kröfur sem hægt er að rengja. Þar að auki er skuldaranum hlíft við óhóflegum innheimtuaðgerðum sem veldur viðkomandi skaða sem hægt er að komast hjá.

3.     Hver má innheimta skuld?
Í meginmáli er hægt að flokka milli sex hlutaðila sem koma nálægt innheimtu á gjaldföllnum skuldum. Skuldareigandinn, hið opinbera, fjármálastofnanir, lögmenn, innheimtufyrirtæki og fyrirtæki sem kaupa upp og innheimta fallnar peningakröfur.

4.     Verkskiptingin í innheimtuferlinu
Ferlið er kannski ekki eins í öllum löndunum en skiptist þó allstaðar í þrjú þrep. Í meginmáli eru þrepin eftirfarandi:

Eigin innheimta. Þar sem skuldareigandinn gerir tilraun til að fá skuldina greidda. Það felst í að senda skuldaranum áskorun og viðvörun um að skuldin verði send í innheimtu.

Utanaðkomandi innheimta. Þar er innheimtufyrirtæki eða lögmanni falið að innheimta gjaldfallna skuld.

Innheimta með dómi. Þegar innheimta er komin á þetta stig er markmiðið að stofna grundvöll til þvingunar á greiðslu og þar á eftir að taka eignir skuldarans í tryggingu fyrir greiðslu á skuldinni.

5. Eftirlitið
Eftirlitsstofnanir starfa á ólíkan hátt í þessum þremur löndum. Í Danmörku er það eingöngu ríkislögreglustjóri sem hefur með kvartanir frá skuldurum að gera, en hefur ekkert stjórnmálalegt hlutverk. Í Svíþjóð hefur stofnun um persónuvernd (Datainspektionen) þróað gott og faglegt verkfæri til að meðhöndla kvartanir og hefur einnig því hlutverki að gegna að hafa umfjöllunarefni um innheimtu á dagskrá sinni. Lánaeftirlitið í Noregi beinir kvörtunarmálum frá skuldurum til kvörtunarnefndar um innheimtu og einbeita sjálfir sér að kvörtunum frá eftirlitsaðilum um innheimtufyrirtæki. En um leið hefur Lánaeftirlitið gott samband við fulltrúa um neytendamál og fylgist með málum kvörtunarnefndar um innheimtu. Annað sem styrkir starfsemi Lánaeftirlitsins í Noregi er að þeir virðast vera þeir einu af eftirlitsaðilum í löndunum þremur sem færir tölfræðigögn um starfsemina á markaðnum.

6.     Upplýsingar til neytenda og kvörtunarleiðir
Í danska kerfinu eru neytendahagsmunir illa kynntir, bæði í tilliti til opinbers eftirlits og kvörtunarúrræða. Það er ekkert samband milli fagaðila og hagsmunaaðila neytenda. Í Danmörku er einnig vöntun á kvörtunarnefnd ef skuldara finnst hann verða fyrir óréttmætri meðferð af hálfu innheimtufyrirtækis.

Bæði í Noregi og Svíþjóð starfa slíkar kvörtunarnefndir, þótt þær virki á ólíkan hátt í löndunum. Í Noregi gerir innheimtulöggjöfin ráð fyrir kvörtunarnefnd og í henni starfar m.a. fulltrúi neytenda. Í Svíþjóð er fulltrúi frá neytendum ekki aðili að kvörtunarnefndinni en að sjálfri nefndinni kemur þó breiðari hópur af innheimtusviði.

7.     Hvernig skiptist kostnaðurinn í innheimtuferlinu?
Samanburður á kostnaði milli þessa þriggja landa þarf að taka með fyrirvara. Sérstaklega sú hlið sem heyrir til danska kerfisins um aukakostnað vegna fjárnámsgjörða. Til viðbótar getur kostnaður við að þingfesta fjárkröfu leitt til nokkuð hærri bótaábyrgðar en fram kemur í yfirliti skýrslunnar. Sérstaklega á það við um kröfur sem ná yfir mörk svokallaðra smákrafa.

Jafnvel þó tekið sé tillit til þessa þátta er niðurstaðan skýr. Kostnaður sem skuldari verður fyrir er mun hóflegri í sænska innheimtuferlinu heldur en í því danska eða norska. Kerfið þar byggir á þeirri grundvallarreglu að birtur er hámarkskostnaður sem leggja má á skuldara og skuldareigandinn ber sjálfur þann innheimtukostnað sem fer yfir þá upphæð.

Norska kerfið er óumdeilanlega það dýrasta fyrir skuldarann og þar eru bæði innheimtufyrirtækið og hið opinbera að fá meira frá skuldaranum í sinn vasa samanborið við hin löndin. Það er til dæmis athyglisvert að krafa að upphæð 5.000 NOK sem er innheimt utan dómstóla í Noregi kostar meira en ef hún færi einfalda dómstólaleið í Svíþjóð. Andstætt sænsku leiðinni byggir norska kerfið á þeirri reglu að skuldarinn ber allan kostnað vegna innheimtuaðgerðar.

Danska kerfið liggur nokkurn veginn á milli hinna tveggja kerfanna, en þó nær Noregi kostnaðarlega séð (og er það vegna kostnaðar af fjárnámsgjörðinni). Það sem heldur kostnaðnum niðri fyrir danska skuldara er þó lágir taxtar vegna vinnu lögmanna og einnig vegna lágra gjalda vegna dómsmála.

Hér er skýrslan í heild: