Könnun á húsaleigu (júlí 2010)

Þriðjudagur, 27. júlí 2010

 

Vegna fjölda fyrirspurna, og þess að rík þörf virðist á upplýsingum um húsaleiguverð, hafa Neytendasamtökin gert nýja könnun á leiguverði, en síðast var slík könnun gerð í febrúar 2010.

Í töflunni hér að neðan má sjá meðalverð á þeim íbúðum sem boðnar voru til leigu hinn 26. júlí sl. Einungis var kannað verð á leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu (þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ) en gera má ráð fyrir að leiguíbúðir annars staðar séu heldur ódýrari. Þá er ekki um að ræða tæmandi könnun á markaðnum heldur voru einungis skoðaðar íbúðir sem eru auglýstar til leigu hjá leiga.is, Leigulistanum, á mbl.is og visir.is.  Sumar eignanna eru auglýstar á tveimur eða fleiri stöðum, en gætt var að því að telja aðeins hverja eign einu sinni. Einungis voru kannaðar íbúðir á frjálsum markaði, en ekki tekið tillit til félagslegra íbúða, námsmannaíbúða eða íbúða fyrir eldri borgara. Ekki er tekinn með í reikninginn kostnaður sem kann að skapast vegna rafmagns, hita eða hússjóðs, heldur einungis leiguverðið sjálft. Ekki var heldur tekið tillit til þess hvort einhver húsbúnaður fylgdi með í leigunni. Þá er ekki gerður greinarmunur á því hvort íbúðin er í fjölbýli, raðhúsi eða einbýli heldur er einungis farið eftir herbergjafjölda. Miðað er við ásett verð í auglýsingum, vitaskuld er hugsanlegt að í einhverjum tilvikum sé samið um annað verð, en í verðkönnunum á vöru og þjónustu er  óhjákvæmilegt annað en miða við ásett auglýst verð og reikna með að það sé hið rétta.

Meðalstærð

Meðalverð 
júlí 2010

Meðalverð 
feb. 2010

Hæsta 
verð

Lægsta 
verð

Miðgildisverð

Fjöldi eigna 
í könnun

Meðal fm.verð 
júlí 2010

Meðal fm.verð 
feb. 2010

Stúdíó

37 fm.

75.188

76.014

95.000

35.000

76.500

16

2.032

1.900

2 herb

65 fm.

107.122

100.692

159.000

55.000

109.500

82

1.646

1.678

3 herb

90 fm.

133.138

124.178

220.000

70.000

130.000

94

1.472

1.411

4 herb

120 fm.

158.783

146.603

325.000

120.000

150.000

60

1.325

1.275

5 herb

159 fm.

198.700

173.739

350.000

119.000

185.000

20

1.253

1.066

 

 

 

 

 

 

samtals

272

 

Eins og sjá má af töflunni hefur húsaleiga hækkað frá því síðasta könnun var gerð og á það við um allar stærðir eigna, að stúdíóíbúðum frátöldum. Ef einungis er litið til fermetraverðs hafa tveggja herbergja íbúðir lækkað í verði en hækkun annarra eigna er á bilinu 3,9 til 17,5% og hafa stærstu eignirnar hækkað mest.

Meðal fm.verð 
júlí 2010

Meðal fm.verð 
feb. 2010

Breyting í %

 

stúdíó

2.032

1.900

6,9

Hækkun

2 herb.

1.646

1.678

-1,9

Lækkun

3 herb.

1.472

1.411

4,3

Hækkun

4 herb.

1.325

1.275

3,9

Hækkun

5 herb.

1.253

1.066

17,5

Hækkun

 

Eftirfarandi mynd sýnir svo þróun auglýsts leiguverðs frá þeim tíma sem Neytendasamtökin gerðu fyrst könnun á þessum markaði í apríl 2008:

Af myndinni má sjá að leiguverð hefur hækkað nokkuð þó það hafi ekki náð þeim hæðum sem það var í á vordögum 2008. Hafa þarf þó í huga að yfirleitt er leiguupphæð háð breytingum með tilliti til vísitölu eða annars og því má ætla að þeir sem tóku fasteignir á langtímaleigu vorið 2008 séu nú að borga umtalsvert meira en lesa má úr töflunni.

Til að fá mynd af leigumarkaðnum er einnig gagnlegt að líta til fermetraverðs en t.a.m. eru tveggja og fjögurra herbergja íbúðir sem kannaðar voru nú að meðaltali talsvert stærri en þær sem voru skoðaðar í síðustu könnun. Því segir leiguverðið eitt og sér ekki alla söguna. Af myndinni hér að neðan má sjá að fermetraverð allra eigna, að undanskildum tveggja herbergja, hefur hækkað nokkuð þó það hafi ekki náð því verði sem tíðkaðist vorið 2008. Svo virðist sem lágmarksfermetraverði hafi verið náð vorið 2009 en fari nú aftur hækkandi:

Til gamans má svo sjá hér mun á fermetraverði þriggja og fjögurra herbergja íbúða eftir nokkrum póstnúmerum innan höfuðborgarsvæðisins. Hafa ber í huga að úrtökin eru lítil (4 til 17 eignir eftir póstnúmerum) og gefa því ekki tæmandi mynd af leiguverði innan tiltekins svæðis þó þau kunni að gefa vísbendingar. Ekki voru tekin með í þessari skoðun þau póstnúmer þar sem fáar eignir voru boðnar til leigu, þó vitaskuld séu þær eignir með í leiguverðskönnuninni.

Að endingu er vert að taka fram að Neytendasamtökin, sem þó fá fjölda erinda og fyrirspurna vegna húsaleigumála, eru ekki leigjendasamtök enda sjaldnast um neytendaviðskipti að ræða. Eins og Neytendasamtökin hafa áður bent á er mjög mikilvægt að bæta úr upplýsingagjöf og aðstoð handa leigjendum.