Samkeppni á bankamarkaði – skýrsla ESB

Föstudagur, 2. febrúar 2007

02. febrúar 2007
 

Framkvæmdarstjórn ESB hefur sent frá sér skýrsluna Report on the retail banking sector inquiry en hún fjallar um samkeppni á viðskiptabankamarkaði. Athugun þeirra leiddi í ljós fjölmörg atriði sem hamla samkeppni  í tengslum við greiðslukort, greiðslukerfi og þjónustuþætti viðskiptabankanna t.a.m. tékkareikninga (hlaupareikninga) og skylda þjónustu.

Það kemur í ljós eins og reyndar áður hefur komið fram (m.a. í athugun BEUC og í skýrslum bæði frá Samkeppniseftirlitum á Norðurlöndum og hjá Norrænu ráðherranefndinni) að hreyfanleiki viðskiptavina bankanna er mjög lítill hvarvetna í Evrópu. Ástæðan er m.a.

  • að verðupplýsingar eru ógagnsæjar
  • neytendur eiga erfitt með að leggja mat á  gæði þjónustunnar
  • að kostnaður vegna flutnings og lokun viðskiptareikninga er hár
  • að viðskiptavinurinn er bundinn vegna svokallaðra þjónustupakka (viðskiptavinurinn fær betri lánakjör með því að kaupa viðbótarþjónustu)

Sjá skýrsluna í heild (PDF) hér neðar á síðunni og fréttatilkynningu (PDF) og Lykiltölur (PDF) frá BEUC. En Neytendasamtökin eru aðilar að BEUC - Evrópusamtök neytenda