Þrautir neytenda á sviði vátrygginga

Fimmtudagur, 29. júlí 2010

Neytendasamtökin hafa látið skoða ákveðna þætti varðandi neytendatryggingar, nánar tiltekið skaðatryggingar, út frá þeim vátryggingaerindum sem borist hafa samtökunum. Tilgangur verkefnisins var aðallega að greina vandann og hafa frumkvæði að úrbótum. Í ljós kom að hlutverk og verkaskipting eftirlitsstofnanna varðandi eftirlit með vátryggingaskilmálum og markaðssetningu er töluvert óljós og hefur það sett framkvæmd verkefnisins úr skorðum. Gerð er því grein fyrir dæmum um það sem betur mætti fara í þessari skýrslu, í því skyni að bera svo málin undir þar til bærs aðila þegar eftirlitshlutverkin skýrast. Vandamálin sem bent er á eru dæmi og geta (því miður) komið fyrir hjá fleirum félögum þó svo að einungis eitt sé nefnt.