Bótaréttur leigusala

Tag:: 

Leigutaki tók á leigu stúdíóíbúð sem sögð var 30 - 40 fermetrar en síðar kom í ljós að íbúðin var einungis 14 fermetrar að stærð og rifti leigutaki samningnum af þeim sökum vegna verulegra vanefnda. Kærunefnd húsamála hafði komist að þeirri niðurstöðu að sú riftun væri heimil með vísan til 60.

Ártal dóms: 

2014

Númer dóms: 

E-2039

Tag:: 

Leigusali höfðaði málið vegna vanefnda leigutaka. Leigutaki hafði flutt inn í íbúðina í maí 2013 en enginn skriflegur leigusamningur var gerður. Af 10. gr. húsaleigulaga leiddi því að samningur aðila væri ótímabundinn og var uppsagnarfrestur því sex mánuðir.

Ártal dóms: 

2014

Númer dóms: 

E-1363

Tag:: 

Aðilar gerðu munnlegan leigusamning 11. september 2007 og var leiguverð 80.000 kr. á mánuði auk rafmagns og hússjóðs. Leigjandinn var í íbúðinni til 11. maí 2009. Leigusali höfðaði mál til heimtu vangreiddrar leigu og skaðabóta vegna árangurslausra innheimtutilrauna og kostnaðar af þeim.

Ártal dóms: 

2009

Númer dóms: 

E-1178