Leigugreiðslur

Tag:: 

Leigusali höfðaði mál vegna vangoldinnar húsaleigu. Um var að ræða húsaleigusamning sem hafði verið rift af leigusala vegna vanskila leigutaka, en leigutaki hafði ekki greitt leigufjárhæð vegna óánægju með vanrækslu leigusala á viðhaldi.

Ártal dóms: 

2015

Númer dóms: 

2587

Tag:: 

Leigutaki tók á leigu stúdíóíbúð sem sögð var 30 - 40 fermetrar en síðar kom í ljós að íbúðin var einungis 14 fermetrar að stærð og rifti leigutaki samningnum af þeim sökum vegna verulegra vanefnda. Kærunefnd húsamála hafði komist að þeirri niðurstöðu að sú riftun væri heimil með vísan til 60.

Ártal dóms: 

2014

Númer dóms: 

E-2039

Tag:: 

Leigusali höfðaði málið vegna vanefnda leigutaka. Leigutaki hafði flutt inn í íbúðina í maí 2013 en enginn skriflegur leigusamningur var gerður. Af 10. gr. húsaleigulaga leiddi því að samningur aðila væri ótímabundinn og var uppsagnarfrestur því sex mánuðir.

Ártal dóms: 

2014

Númer dóms: 

E-1363

Tag:: 

Í málinu krafðist leigutaki þess að tímabundinn húsaleigusamningur framlengdist um þrefaldan umsaminn tíma, enda hefði hann greitt húsaleigu fyrirfram fyrir allan leigutímann og vísaði leigutaki til 1. mgr. 34. gr.

Ártal dóms: 

2015

Tag:: 

Aðili keypti fasteign á nauðungarsölu í mars 2003 en þá voru leigjendur í húsnæðinu. Hinn nýi eigandi skoraði á leigjendur að rýma fasteignina, ellegar færi hann fram á útburð úr henni.

Ártal dóms: 

2008

Númer dóms: 

182

Tag:: 

Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning þar sem kveðið var á um þriggja mánaða uppsagnarfrest. Leigjandi sagði upp samningnum 1. janúar 2013 og yfirgaf íbúðina 1. febrúar sama ár. Aðilar deildu m.a.

Ártal dóms: 

2013

Númer dóms: 

E-4341

Tag:: 

Landsbankinn eignaðist fasteign á nauðungarsölu. Sýslumaður samþykkti leigu í tólf mánuði til handa gerðarþolum, en aldrei voru neinar leigugreiðslur greiddar til Landsbankans.

Ártal dóms: 

2013

Númer dóms: 

A-209

Tag:: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning til níu mánaða og var leiguverð 75.000 kr. á mánuði auk þess sem leigjandi átti að greiða tryggingu að fjárhæð 250.000 kr. Leigjandi stóð við leigugreiðslur fyrstu fimm mánuðina en lagði ekki fram umsamda tryggingu.

Ártal dóms: 

2011

Númer dóms: 

E-78

Tag:: 

Aðilar gerðu munnlegan leigusamning 11. september 2007 og var leiguverð 80.000 kr. á mánuði auk rafmagns og hússjóðs. Leigjandinn var í íbúðinni til 11. maí 2009. Leigusali höfðaði mál til heimtu vangreiddrar leigu og skaðabóta vegna árangurslausra innheimtutilrauna og kostnaðar af þeim.

Ártal dóms: 

2009

Númer dóms: 

E-1178

Tag:: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 5. febrúar 2008 til 5. febrúar 2009 en 1. nóvember 2008 var leigjandinn fluttur út og nýr leigjandi tekinn við samningnum. Leigusali krafðist upphaflega greiðslu leigufjár fyrir september, október, nóvember og desember.

Ártal dóms: 

2009

Númer dóms: 

E-8

Pages