Uppsögn tímabundins samnings

Tag:: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 15. apríl 2008 til 15. apríl 2012 án uppsagnarákvæðis. Hinn 29. desember 2008 sendi leigjandinn bréf til leigusala og sagðist ekki geta leigt íbúðina lengur en til 1. febrúar 2009 vegna breyttra fjárhagslegra aðstæðna í kjölfar bankahrunsins.

Ártal dóms: 

2009

Númer dóms: 

E-1594

Tag:: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning frá 5. febrúar 2008 til 5. febrúar 2009 en 1. nóvember 2008 var leigjandinn fluttur út og nýr leigjandi tekinn við samningnum. Leigusali krafðist upphaflega greiðslu leigufjár fyrir september, október, nóvember og desember.

Ártal dóms: 

2009

Númer dóms: 

E-8

Tag:: 

Gerður var eins árs tímabundinn leigusamningur. Leigjandinn flutti þó úr íbúðinni mánuði áður en leigusamningurinn rann út. Að sögn hans var það að ósk leigusalans að hann rýmdi íbúðina á þeim tímapunkti þar sem leigusalinn ætlaði sér að selja íbúðina.

Ártal dóms: 

2008

Númer dóms: 

E-10762

Tag:: 

Leigjandi gerði leigusamning við einkahlutafélag sem í fyrstu var tímabundinn frá 20. janúar 2007 til 19. janúar 2008 en síðan var samningnum breytt þannig að hann myndi gilda til loka október 2007.

Ártal dóms: 

2008

Númer dóms: 

E-1231

Tag:: 

Aðilar gerðu tímabundinn leigusamning til eins árs, frá 15. nóvember 2004 til 15. nóvember 2005. Fjárhæð leigunnar var 68.000 kr. auk 6.400 kr. vegna hússjóðs. Í júní 2006 sendi leigusali kröfu á leigjanda vegna greiðsla fyrir október og nóvember árið 2005 sem ekki höfðu skilað sér.

Ártal dóms: 

2007

Númer dóms: 

E-92

Tag:: 

Aðilar gerðu með sér skriflegan tímabundinn leigusamning frá 1. febrúar 2004 til 30. september 2004, en áður hafði verið í gildi munnlegur samningur milli aðila og hafði leigjandi því búið í íbúðinni áður en hinn skriflegi samningur var gerður.

Ártal dóms: 

2005

Númer dóms: 

E-3035