Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að fyrrum eigandi húsnæðis skyldi með beinni aðfarargerð borinn út úr húsnæðinu, sem nú var í eigu aðila sem hafði átt hæsta boð í eignina við nauðungarsölu.
Landsbankinn eignaðist fasteign á nauðungarsölu. Sýslumaður samþykkti leigu í tólf mánuði til handa gerðarþolum, en aldrei voru neinar leigugreiðslur greiddar til Landsbankans.
Lögreglustjórinn á Snæfellsnesi höfðaði mál gegn leigusala fyrir húsbrot, með því að hafa 22. mars 2010 ruðst heimildarlaust inn í leiguhúsnæði. Atvik málsins voru þau að leigjandi hafði tekið eignina á leigu á árinu 2009.
Aðilar gerðu með sér ótímabundinn húsaleigusamning 31. júní 2007. Samningurinn tók gildi 1. júlí sama ár en 13. ágúst lýsti leigusali yfir riftun. Gaf leigusali leigjanda 10 daga til þess að yfirgefa íbúðina.
Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning þann 20. september 2007. Hinn 22. nóvember sendi leigusalinn leigjandanum bréf vegna kvartana frá nágrönnum undan hávaða. Í bréfinu kom fram að ef ekki yrði bætt úr ástandinu yrði leigusamningnum sagt upp. Hinn 10.
Leigusali krafðist þess að leigjandi yrði borinn út úr leiguhúsnæði vegna vangoldinnar leigu. Þegar leigjandinn stóð ekki við greiðslu á leigu sendi leigusalinn honum greiðsluáskorun. Var hún send bæði með almennum pósti og í ábyrgðarbréfi þann 17. september 2007.
Í maí 2006 var gerður tímabundinn leigusamningur milli aðila, til loka nóvember sama ár. Í leigusamningi aðila var ákvæði að heimilt væri að rifta samningi ef húsreglur væru brotnar að undangenginni viðvörun þess efnis.