Leigutaki leitaði til nefndarinnar og krafðist viðurkenningu á því að leigusala hafi verið óheimilt að ganga að bankaábyrgð, sem hann lagði til grundvallar við upphaf leigutíma.
Að loknum leigutíma hélt leigusali eftir hluta tryggingarfjár þar sem stólar og borð, sem voru til staðar við upphaf leigutíma og tilheyrðu leigusala, voru horfin auk þess sem þrifum á húsnæðinu við lok leigutíma var ábótavant.
Leigutaki krafðist þess að fá bætur vegna tjóns af völdum meints athafnaleysis leigusala vegna myglusvepps og afslátt af leiguverði af sömu ástæðu. Eftir að leigutaki hafði fundið myglulykt var farið í rannsóknir á íbúðinni og kom í ljós að leki var í lögnum húsnæðisins.
Leigutaki tók húsnæði á leigu 30. október 2014 á grundvelli tímabundins leigusamnings en tók strax eftir vatnstjóni á veggjum sem leigusali sagði að ekki væri hægt að lagfæra fyrr en um vorið.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar með kröfu um að leigusali endurgreiddi tryggingarfé og greiddi bætur vegna skerts afnotaréttar, þar sem hann hefði ekki getað nýtt sér allt húsnæðið á leigutímanum.
Leigjandi hélt því fram fyrir nefndinni að hann hefði ekki þurft að borga leigu þar sem leiguhúsnæði hefði verið óíbúðarhæft. Auk þess taldi hann að leigusala hefði ekki verið heimilt að rifta samningnum, en það gerði leigusali eftir að leiga hafði ekki verið greidd í þrjá mánuði.
Leigjendur kröfðust þess fyrir nefndinni að fá endurgreidda leigu vegna þess tíma sem þeir bjuggu í leiguíbúð þar sem hún hefði verið heilsuspillandi. Atvik voru þau að aðilar gerðu tímabundinn samning til ellefu mánaða.
Leigusali krafðist þess að leigjandi greiddi bætur vegna rakaskemmda á borðplötu við eldhúsvask. Leigjandinn taldi hins vegar að rakaskemmdirnar mætti rekja til þess að frágangur á borðplötu væri ófullnægjandi.
Um var að ræða tímabundinn leigusamning til eins árs. Að sögn leigjanda hafði ýmislegt verið að húsnæðinu allt frá upphafi og taldi hann að ljóst væri að leigusali hefði ekki í hyggju að bæta úr ágöllum á húsnæðinu.
Aðilar gerðu mér sér leigusamning um íbúð sem í samningi var sögð 30-40 fermetrar. Samningurinn tók gildi 1. september 2013 en íbúðin var ekki tilbúin á þeim tíma og flutti leigjandinn ekki inn fyrr en 9. september.