Ástand húsnæðis

Tag: : 

Um var að ræða tímabundinn leigusamning til eins árs frá 1. janúar 2009.  Leigjandinn flutti þó aldrei inn og rifti samningnum þar sem íbúðin væri ekki í því ástandi sem ætla mætti, veggir, gluggar og gardínur kámug og skítug auk þess sem raftengi inn á baðherbergi hefði ekki verið frágengið.

Ár álits: 

2009

Númer álits: 

01

Tag: : 

Leigjandi krafðist þess að fá endurgreidda leigu þar sem íbúðin hafi í raun verið óíbúðarhæf. Leigusamningur aðila var frá 1. júní en leigjandinn flutti ekki inn fyrr en í ágústmánuði en dvaldi þó eina og eina nótt í íbúðinni fram að því.

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

40

Tag: : 

Um var að ræða ótímabundinn leigusamning og skyldi leigan breytast með tilliti til vísitölu. Talsverður hluti leigunnar var í vanskilum, en leigjendur héldu því fram að þeim bæri bara að greiða hluta skuldarinnar þar sem ástandi eignarinnar hefði verið afar ábótavant.

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

05

Tag: : 

Leigjandi rifti samningi eftir að hafa fengið vottorð heilbrigðiseftirlitsins um að húsnæðið væri óíbúðarhæft, en raki var í eigninni. Leigusali mótmælti riftuninni en sagðist eiga kröfu á leigjandann vegna lélegrar umgengni og þess að íbúðinni hefði verið skilað í slæmu ásigkomulagi.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

48

Tag: : 

Leigjandi fór fram á afslátt á leiguverði vegna bilunar í gólfhitakerfi en kerfið hafði verið bilað í þrjá mánuði og leiddi til þess að lítið var hægt að nýta stofuna í íbúðinni. Kærunefnd taldi sér ekki fært að meta hversu skert afnot leigjandans af íbúðinni hefðu verið vegna bilunarinnar.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

43

Tag: : 

Leigjandi leitaði til nefndarinnar og vildi að nefndin gæfi álit sitt á því hvort honum hefði verið heimilt að rifta ótímabundnum leigusamningi. Einnig fór leigjandinn fram á afslátt af leigugreiðslum og endurgreiðslu tryggingafjár.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

40

Tag: : 

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning, en leigjandi gerði fljótlega athugasemdir við ástand húsnæðisins, t.d. að ekki hafi verið hægt að loka svalahurð og að gardínu hafi vantað fyrir svalahurðina sem hafi valdið ónæði o.s.frv.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

32

Tag: : 

Ágreiningur var um hvort leigjanda hefði verið heimilt að rifta leigusamningi og eins um það hvort hann ætti rétt á að fá tryggingarfé endurgreitt. Atvik voru þau að vatnsrör sprakk um miðjan janúar 2011 og hinn 7.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

18

Tag: : 

Aðilar gerðu með sér eins árs samning, frá 1. júní 2011 til 1. júní 2012, en svo fór að leigjandinn flutti úr eigninni í október 2011.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

10

Tag: : 

Leigusali leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigutaka yrði gert að greiða bætur vegna skemmda á húsnæðinu. Jafnframt krafðist hann þess að viðurkennt væri að hann hefði mátt ráðstafa tryggingu (sem nam þriggja mánaða leigu) upp í vangoldna húsaleigu.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

04

Pages