Leigutaki krafðist þess að fá bætur vegna tjóns af völdum meints athafnaleysis leigusala vegna myglusvepps og afslátt af leiguverði af sömu ástæðu. Eftir að leigutaki hafði fundið myglulykt var farið í rannsóknir á íbúðinni og kom í ljós að leki var í lögnum húsnæðisins.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar með kröfu um að leigusali endurgreiddi tryggingarfé og greiddi bætur vegna skerts afnotaréttar, þar sem hann hefði ekki getað nýtt sér allt húsnæðið á leigutímanum.
Aðilar gerðu með sér munnlegan samning um leigu á íbúð. Í september 2007 fékk leigjandinn tilkynningu frá leigusala um að samningnum væri sagt upp og hann skyldi rýma eignina 1. janúar 2008. Leigjandinn leitaði þá til nefndarinnar með margvíslegar kröfur. M.a.
Um var að ræða tímabundinn leigusamning frá 1. mars 2009 til 1. mars 2010. Þegar leigjandinn kom heim frá útlöndum í júlí 2009 var svo búið að leigja íbúðina öðru fólki, skipta um læsingu á íbúðinni og fjarlægja búslóð leigjandans.
Um var að ræða tímabundinn leigusamning frá 13. september 2010 til 15. maí 2011. Leigjendur fóru fram á afslátt af leigugreiðslum vegna óþæginda sem þeir urðu fyrir vegna framkvæmda á húseigninni, en framkvæmdir hófust 6. desember 2010.
Vatnstjón varð í leiguíbúð og í kjölfarið þurfti að dæla út vatni, þurrka íbúðina, skipta um gólfefni o.s.frv. Á grundvelli þessa kröfðust leigjendur 200.000 kr. í bætur vegna skertra afnota og þrifa.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar og vildi að nefndin gæfi álit sitt á því hvort honum hefði verið heimilt að rifta ótímabundnum leigusamningi. Einnig fór leigjandinn fram á afslátt af leigugreiðslum og endurgreiðslu tryggingafjár.