Um var að ræða tímabundinn leigusamning frá 18. júní 2010 til 31. maí 2012. Hinn 24. nóvember 2010 fékk leigusali hins vegar tilkynningu frá leigjendum með sms-skilaboðum um að þeir væru fluttir úr eigninni og voru lyklar afhentir hinn 5. desember. Stuttu síðar greiddu leigjendur 50.000 kr.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigusali skilaði tryggingarvíxli enda taldi hann sig ekki skulda neitt. Atvik voru þau að aðilar gerðu eins árs samning (með þriggja mánaða uppsagnarfresti) frá 1. júní 2010 til 1. júní 2011.
Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þeir sömdu svo um að leigjandinn mundi fara úr íbúðinni eftir tveggja mánaða uppsagnarfrest. Deilur aðila snerust um það að leigusali neitaði að endurgreiða tryggingarféð eftir að leigjandi var fluttur út.
Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning frá 15. desember 2011. Fljótlega eftir að samningurinn var gerður kom upp ágreiningur vegna greiðslu hita og rafmagns.
Leigusali leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigutaka yrði gert að greiða bætur vegna skemmda á húsnæðinu. Jafnframt krafðist hann þess að viðurkennt væri að hann hefði mátt ráðstafa tryggingu (sem nam þriggja mánaða leigu) upp í vangoldna húsaleigu.
Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning frá 1. janúar til 1. júní, en virðast þó hafa samið um að samningnum lyki 1. maí. Íbúðinni var þó ekki skilað fyrr en 4. maí.