Eftir að leigusamningi aðila lauk endurgreiddi leigusali leigjandanum tryggingarféð en ágreiningur var hins vegar um verðbætur en samkvæmt húsaleigulögum á tryggingarfé að vera verðtryggt.
Í samningi aðila var kveðið á um að leigjandi skyldi mála íbúðina á sinn kostnað við lok leigutíma. Leigusali hélt því fram að samkvæmt þessu ætti leigjandi að greiða fyrir málun og eins neitaði leigusali að endurgreiða verðbætur á tryggingafé þar sem leigjandinn hefði skemmt helluborð.
Við skil á leiguhúsnæði endurgreiddi leigusali fyrirframgreidda leigu en ekki verðtryggingu sem fyrirframgreiðslan bar á tímabilinu. Nefndin vísaði í ákvæði húsaleigulaga um að tryggingarfé í vörslu leigusala skyldi vera verðtryggt.