Gerður var tímabundinn samningur en leigjandi flutti úr húsnæðinu fyrir lok leigutímans og hélt því fram að komist hefði á samkomulag milli aðila um lok leigutímans.
Um var að ræða tímabundinn leigusamning til eins árs. Leigjandi sagðist hafa orðið fyrir töluverðum óþægindum vegna viðgerða og viðhaldsvinnu sem unnin var af leigusala og mönnum á hans vegum.
Um var að ræða tímabundinn leigusamning frá 13. september 2010 til 15. maí 2011. Leigjendur fóru fram á afslátt af leigugreiðslum vegna óþæginda sem þeir urðu fyrir vegna framkvæmda á húseigninni, en framkvæmdir hófust 6. desember 2010.
Vatnstjón varð í leiguíbúð og í kjölfarið þurfti að dæla út vatni, þurrka íbúðina, skipta um gólfefni o.s.frv. Á grundvelli þessa kröfðust leigjendur 200.000 kr. í bætur vegna skertra afnota og þrifa.
Samið hafði verið um að leigjandi tæki að sér ákveðnar endurbætur á leiguíbúð. Ágreiningur var milli leigjanda og leigusala um hvernig gera skyldi upp kostnað vegna framkvæmdanna.