Gerður var ótímabundinn samningur sem leigusali sagði upp þar sem leigjendur vildu ekki sætta sig við hækkun leigunnar. Uppsagnarfrestur ótímabundins samnings er 6 mánuðir en samkomulag varð milli aðila um að leigjendur flyttu fyrr út enda fengi leigusali nýja leigjendur.
Leigusali leitaði til nefndarinnar vegna ágreinings um leigugreiðslur. Samið hafði verið um að leigan skyldi vera 58.000 kr. og þar af væri greiðsla fyrir bein leiguafnot 55.000, en 3.000 kr. væru tilkomnar vegna hita, hússjóðs, vatns og annars rekstrarkostnaðar.
Leigjandi taldi sig hafa ofgreitt í hússjóð frá upphafi leigutíma. Í leigusamningi aðila var skráð það frávik undir liðnum rekstrarkostnaður að leigjandi skyldi greiða hússjóð og rafmagn.
Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning frá 15. desember 2011. Fljótlega eftir að samningurinn var gerður kom upp ágreiningur vegna greiðslu hita og rafmagns.
Aðilar höfðu gert ótímabundinn leigusamning. Eftir uppsögn samningsins var deilt um ýmis atriði. Leigjandinn hélt því meðal annars fram að samið hafi verið um að hann flytti úr íbúðinni þegar mánuður væri eftir af uppsagnarfresti og að honum bæri því ekki að greiða leigu fyrir þann mánuð.
Deilur aðila sneru að uppgjöri við lok leigutíma, en leigusali hafði gengið að tryggingu vegna þeirrar fjárhæðar sem hann taldi leigjanda skulda sér. Í fyrsta lagi taldi leigjandinn að honum bæri ekki að borga leigu vegna desembermánaðar en hann hefði viljað skila íbúðinni hinn 2. desember.