Leigjandi hélt því fram fyrir nefndinni að hann hefði ekki þurft að borga leigu þar sem leiguhúsnæði hefði verið óíbúðarhæft. Auk þess taldi hann að leigusala hefði ekki verið heimilt að rifta samningnum, en það gerði leigusali eftir að leiga hafði ekki verið greidd í þrjá mánuði.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar þar sem hann taldi riftun leigusala á samningnum ólögmæta. Atvik voru þau að leigjandinn var með kött í íbúðinni og rifti leigusalinn samningnum vegna þess.
Um var að ræða tímabundinn leigusamning til eins árs. Að sögn leigjanda hafði ýmislegt verið að húsnæðinu allt frá upphafi og taldi hann að ljóst væri að leigusali hefði ekki í hyggju að bæta úr ágöllum á húsnæðinu.
Aðilar gerðu mér sér leigusamning um íbúð sem í samningi var sögð 30-40 fermetrar. Samningurinn tók gildi 1. september 2013 en íbúðin var ekki tilbúin á þeim tíma og flutti leigjandinn ekki inn fyrr en 9. september.
Kona leitaði til nefndarinnar og krafðist úrlausnar um það í fyrsta lagi að leigusali hefði ekki mátt rifta samningi aðila og í öðru lagi um það að leigusala yrði gert að gera nýjan leigusamning við hana.
Leigjendur kröfðust þess að leigusala yrði gert að endurgreiða fyrirframgreidda leigu og tryggingarfé, en leigjendur höfðu rift leigusamningi aðila. Leigjendur gerðu margháttaðar athugasemdir við ástand eignarinnar, þ.á.m.
Um var að ræða tímabundinn samning til tveggja ára, þ.e. frá 1. júlí 2005 til 1. júlí 2007. Í lok janúar 2007 tilkynnti leigjandi hins vegar um riftun samningsins og bar við samskiptaörðugleikum við nágranna.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar með þær kröfur að leigusamningur sem aðilar hefðu gert væri ógildur og jafnframt skyldi tryggingarfé skilað. Atvik voru þau að aðilar höfðu gert tímabundinn samning frá 5. febrúar 2007 til 31. janúar 2008.
Um var að ræða ótímabundinn leigusamning, og var deilt um það hvort leigjendum hafi verið heimilt að segja samningnum upp með minna en sex mánaða fyrirvara og eins var deilt um hvort leigjendum bæri að bæta fyrir skemmdir á húsnæðinu.