Aðilar gerðu með sér tímabundinn samning frá 1. mars 2006 til 1. mars 2007. Hins vegar komu aðilar sér saman um að leigjendur flyttu úr 1. október 2006.
Um var að ræða tímabundinn samning til eins árs frá 2. júní 2009. Í nóvember kom upp músagangur í eigninni. Bæði leigjandi og leigusali létu eitra fyrir músunum og einnig var götum lokað í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þær kæmust inn.
Gerður var ótímabundinn samningur sem gilti frá 1. júní 2007. Leigjandi óskaði svo eftir því að leigutíma lyki í lok janúar 2009 eða desember 2008 þar sem hann hafði fundið hentugri íbúð.
Gerður var tímabundinn leigusamningur til 15 mánaða. Leigjendur lögðu fram tryggingavíxil við upphaf leigutíma. Vegna fjárhagserfiðleika fluttu leigjendur út úr leiguhúsnæðinu rúmum mánuði áður en samningnum átti að ljúka og töldu sér ekki skylt að greiða leigu síðustu tvo mánuði samningstímans.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigusali skilaði tryggingarvíxli enda taldi hann sig ekki skulda neitt. Atvik voru þau að aðilar gerðu eins árs samning (með þriggja mánaða uppsagnarfresti) frá 1. júní 2010 til 1. júní 2011.
Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning, en leigjandi gerði fljótlega athugasemdir við ástand húsnæðisins, t.d. að ekki hafi verið hægt að loka svalahurð og að gardínu hafi vantað fyrir svalahurðina sem hafi valdið ónæði o.s.frv.