Leigutaki leitaði til kærunefndar húsamála þar sem hann taldi sig eiga rétt á lengri uppsagnarfresti en leigusali hugðist veita honum. Leigusali hafði selt húsnæðið og taldi sig hafa gert leigutaka þann greiða að leyfa honum að búa í húsnæðinu þangað til það yrði afhent.
Aðilar voru ósammála um hversu langur uppsagnarfrestur væri á ótímabundnum leigusamningi sem þeir höfðu gert, en leigjandi þurfti að flytja út með skömmum fyrirvara.
Aðilar höfðu gert ótímabundinn leigusamning frá 1. október 2013. Mjög stuttu eftir að samningstíminn hófst tilkynnti leigjandinn hins vegar að hann vildi flytja og útvegaði, í samráði við leigusala, nýja leigjendur sem fluttu inn 30. nóvember sama ár.
Aðilar höfðu gert með sér munnlegan, og þar með ótímabundinn samning sem þ.a.l. var með sex mánaða uppsagnafresti. Leigjandinn greiddi 130.000 kr. í fyrirframgreidda leigu og flutti í eignina árið 2009 en í maí 2013 tilkynnti hann leigusölum að hann mundi flytja út í lok mánaðar.
Aðilar gerðu með sér munnlegan samning um leigu á íbúð. Í september 2007 fékk leigjandinn tilkynningu frá leigusala um að samningnum væri sagt upp og hann skyldi rýma eignina 1. janúar 2008. Leigjandinn leitaði þá til nefndarinnar með margvíslegar kröfur. M.a.
Í málinu gerðu aðilar með sér leigusamning sem var tímabundinn fyrstu sex mánuði leigutímans en myndi síðan breytast í ótímabundinn samning. Leigjandi bjó í húsnæðinu í 3 ár og sjö mánuði.
Aðilar gerðu með sér samning sem skyldi vera tímabundinn fyrstu sex mánuðina en eftir það ótímabundinn og uppsegjanlegur með tveggja mánaða fyrirvara. Leigusali sendi leigjendum svo bréf þar sem samningnum var sagt upp með 60 daga fyrirvara. Leigjendur rýmdu eignina 30.
Gerður var ótímabundinn samningur sem gilti frá 1. júní 2007. Leigjandi óskaði svo eftir því að leigutíma lyki í lok janúar 2009 eða desember 2008 þar sem hann hafði fundið hentugri íbúð.
Um var að ræða leigusamning sem var upphaflega tímabundinn til sex mánaða en varð eftir það ótímabundinn. Leigjandi sagði upp samningnum með þriggja mánaða fyrirvara. Við það hætti leigusali að veita afslátt af leigunni eins og hafði verið gert fram að því.
Aðilar deildu um endurgreiðslu tryggingarfjár að upphæð 140.000 kr. Leigusamningurinn hafði verið ótímabundinn frá 1. ágúst 2011, og jafnframt kom fram í samningi að leigan skyldi haldast óbreytt út leigutímann. Í mars 2012 fékk leigjandinn þó tilkynningu um að leigan mundi hækka 1. ágúst.