Þingsályktunartillögur er varða aðildarumsókn Íslands að ESB

Föstudagur, 4. apríl 2014

Nefndasvið Alþingis
Utanríkismálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík 4. apríl 2014

Umsögn um þingsályktunartillögur er varða aðildarumsókn Íslands að ESB, 340. mál, 344. mál og 352. mál.

Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var 19.-20. september 2008 var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Þing Neytendasamtakanna telur tímabært að við látum reyna á það með aðildarviðræðum hvort hægt sé að ná viðunandi samningum í málum er varða sjávarútveg og landbúnað. Ljóst er að hagmunir heimilanna í þessu máli eru það miklir að ekki er ástæða til bíða lengur að láta reyna á þessa þætti með aðildarviðræðum. Það yrði að sjálfsögðu þjóðin sem tæki lokaákvörðun um ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningar liggja fyrir.”

Neytendasamtökin eru því hlynnt því að aðildarviðræðum verði haldið áfram, þeim lokið og aðildarsamningur síðan lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Virðingarfyllst
f.h. Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson formaður