Þingsályktunartillaga um hitaeiningar á skyndibita

Þriðjudagur, 22. nóvember 2011

 

Nefndasvið Alþingis
Atvinnuveganefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Akureyri, 18. nóvember 2011

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um hitaeiningamerkingar á skyndibita, 24 mál.

Neytendasamtökin fagna því að ofangreind þingsályktunartillaga hafi verð lögð fram.

Það er til mikils að vinna að berjast gegn offitu og þeim sjúkdómum sem rekja má beint til rangs mataræðis og lífstíls. Íslendingar glíma við offituvanda, rétt eins og aðrar þjóðir á Vesturlöndum. Reyndar benda rannsóknir til þess að Íslendingar séu að verða með feitustu þjóðum heims og er það mikið áhyggjuefni. Stjórnvöldum ber skylda til að bregðast við þessari óheillaþróun með öllum tiltækum ráðum.

Það verður að teljast grundvallaratriði að neytendur séu upplýstir um næringargildi og fjölda hitaeininga í þeim mat sem þeir kaupa. Skyndibitamatur er almennt hitaeiningaríkur og því er sjálfsagt að upplýst sé um hitaeiningafjölda á mat sem seldur er á skyndibitastöðum.

Neytendasamtökin mæla því eindregið með samþykkt þessarar tillögu.
 

Virðingarfyllst,
Fyrir hönd Neytendasamtakanna,
Brynhildur Pétursdóttir