Þingsályktunartillaga um setningu reglna um hámarksmagn transfitusýra í matvælum.

Föstudagur, 20. mars 2009

 

Nefndasvið Alþingis                                                                                            
Viðskiptanefnd
Austurstræti 8 – 10
150 Reykjavík 

Akureyri, 16. mars 2009

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um setningu reglna um hámarksmagn transfitusýra í matvælum

Neytendasamtökin fagna framlagningu þessarar þingsályktunartillögu.

Samtökin hafa um árabil reynt að vekja athygli á óhollustu transfitusýra. Í  byrjun árs 2007 sendu samtökin bréf til þáverandi umhverfisráðherra og hvöttu hann til að beita sér fyrir því að sett yrði löggjöf sem takmarkaði magn transfitusýra í matvælum líkt og gert hefur verið í Danmörku.

Engum blandast lengur hugur um það að transfitusýrur eru óhollar og eiga ekkert erindi í matvæli. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur úrskurðað að ekki sé til neitt öruggt viðmið þegar transfitusýrur eru annars vegar og þar er skylt að merkja magn transfitusýra í matvælum.

Danmörk, fyrst þjóða, setti lög sem takmarka magn transfitusýra í mat og hefur Evrópusamband neytenda, BEUC, hvatt Evrópusambandið til að fylgja fordæmi Dana.

Neytendasamtökin lýsa yfir eindregnum stuðningi við framkomna tillögu til þingsályktunar.

Virðingarfyllst,
f.h. Neytendasamtakanna
Brynhildur Pétursdóttir 
 
Slóðin á þingsályktunartillöguna er: