Þingsályktunartillaga um upptöku gæðamerkisins „broskarlinn"

Miðvikudagur, 27. nóvember 2013

Nefndasvið Alþingis
Allsherjar- og menntamálanefnd
Austurstræti 8 – 10
150 Reykjavík

Reykjavík, 27. nóvember 2013.

Umsögn um þingsályktunartillögu um upptöku gæðamerkisins „broskarlinn“, 58. mál.

Neytendasamtökin hafa ítrekað hvatt stjórnvöld til að „broskarlinn” verði tekinn upp hér á landi að danskri fyrirmynd. Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var í lok septembermánaðar 2012 var svohljóðandi samþykkt: „Smiley broskarlakerfið verði tekið upp á Íslandi“. Það er skoðun samtakanna að með því að gera niðurstöður úttektar eftirlitsaðila opinberar muni það auka aðhald með fyrirtækjum sem selja matvæli. Þá er um að ræða mikilvægar upplýsingar fyrir neytendur svo þeir geti valið á upplýstan hátt.

Neytendasamtökin styðja því þessa þingsályktunartillögu og hvetja eindregið til samþykktar hennar.

Að lokum er beðist velvirðingar á þeirri óviðráðanlegu töf sem orðið hefur á sendingu umsagnarinnar.

Virðingarfyllst,
f.h. Neytendasamtakanna,
Jóhannes Gunnarsson, formaður