Drög að reglum um verðmerkingar og mælieiningarverð

mánudagur, 28. febrúar 2011

 

Neytendastofa
B/t Tryggva Axelssonar
Borgartúni 21
105 Reykjavík

Reykjavík 28. febrúar 2011

Efni: Umsögn um drög að reglum um verðmerkingar og mælieiningarverð við sölu á vöru.

Neytendasamtökin hafa fjallað um þessi drög og gera eftirfarandi athugasemd:

Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. reglnanna eiga neytendur alltaf rétt á upplýsingum um söluverð áður en komið að greiðslu við kassa. Samt er reyndin sú að þegar kemur að ávöxtum og grænmeti þá eru þessar vörur ekki vigtaðar fyrr en við kassa. Því fá neytendur fyrst að vita þá hvað varan kostar. Því telja Neytendasamtökin eðlilegt að verslunum verði gert skylt að vera með vigt þannig að neytandinn sjái endanlegt söluverð. Þess má geta að Neytendsamtökin fá mikið af kvörtunum vegna verðupplýsinga á grænmeti og ávöxtum.

Virðingarfyllst
f.h. Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson formaður