Frumvarp til laga um breyting á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum

Þriðjudagur, 23. mars 2010

 

Nefndasvið Alþingis
Alþingi
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík 23. mars 2010

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, 342. mál.

Neytendasamtökin hafa ávallt verið á móti millifærslukerfi innan landbúnaðar og styðja eindregið að verðlagning á landbúnaðvörum sé gagnsæ. Því styðja samtökin efnislega umrætt frumvarp.
Neytendasamtökin vilja þó vekja athygli á að að frumvarpið gengur of skammt. Að mati samtakanna þarf einnig að breyta 13. gr. laganna og er þar sérstaklega bent á síðustu málsgreinina þar sem afurðastöðvum í mjólkuriðnaði er heimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga.

Jafnframt vekja Neytendasamtökin athygli á að nú er í raun aðeins eitt fyrirtæki í úrvinnslu mjólkurvara eftir sameiningu Mjólku og KS og vegna tengsla KS við Mjólkursamsöluna. Það er því ljóst að þessar breytingar munu ekki hafa þau áhrif sem þeim er ætlað þar sem sameinað fyrirtæki getur áfram beitt verðtilfærslum milli vörutegunda. Því er einnig nauðsynlegt að fella út 71. gr. laganna, en þar er afurðastöðvum í mjólkuriðnaði heimilt að sameinast þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga. Einnig er nauðsynlegt að samkeppnislögum verði breytt þannig að samkeppnisyfirvöldum verði heimilt að skipta upp fyrirtæki sem er með einokunarstöðu. Öðruvísi verður ekki komið á samkeppni í mjólkuriðnaði til hagsbóta fyrir neytendur.

Virðingarfyllst
f.h. Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson formaður

Slóðin á frumvarpið er: