Frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum

Fimmtudagur, 17. nóvember 2011

 

Neytendasamtökin hafa sent eftrirfarandi umsögn um frumvarp um breytingu á áfengislögum.  Þar er gerð tillaga um skýrara bann við áfengisauglýsingum.

Nefndasvið Alþingis
Allsherjar- og menntamálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 17. nóvember 2011

Umsögn um frumvarp til laga um breyting á áfengislögum nr. 75/1998 með síðari breytingum (skýrara bann við auglýsingum), 136. mál.

Neytendasamtökin ítreka fyrri afstöðu sína vegna máls þessa en samtökin sendu umsögn þegar ofangreint frumvarp var lagt fram á 139. löggjafarþingi, 705. mál. Þá telja samtökin að þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu síðan þá, og eru raunar að miklu leyti í samræmi við fyrri athugasemdir samtakanna, séu mjög til bóta.

Neytendasamtökin eru fylgjandi því markmiði frumvarpsins að gera bann við áfengisauglýsingum skýrara og skilvirkara. Jafnframt telja samtökin eðlilegt að eftirlit með því hvort brotið sé gegn því banni sé í höndum Neytendastofu, enda samrýmist það vel eftirlitshlutverki því sem stofnunin fer með samkvæmt lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Virðingarfyllst,
f.h. Neytendasamtakanna
Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Slóðin á frumvarpið er: