Frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkamál

Þriðjudagur, 6. mars 2012

 

Nefndasvið Alþingis
Efnahags- og viðskiptanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 6. mars 2012

Umsögn Neytendasamtakanna við frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkamál nr. 91/1991, með síðari breytingum, 320. mál.

Með ofangreindu frumvarpi er lagt til að mál sem verða höfðuð vegna ágreinings um úrlausn gengistryggðra lána fái flýtimeðferð innan dómskerfisins. Þá er einnig lagt til að mál vegna ágreinings um lögmæti verðtryggðra lána fái sömu meðferð.

Neytendasamtökin fagna framkomnu frumvarpi og hvetja eindregið til þess að það verði samþykkt. Sú óvissa sem hangir yfir íslenskum heimilum vegna úrlausnar á málum tengdum gengistryggðum lánum er óviðundandi og brýnt að skorið verði úr þeirri réttaróvissu sem allra fyrst.

Neytendasamtökin styðja því eindregið ofangreint frumvarp og hvetja til samþykktar þess.

Virðingarfyllst,
f.h. Neytendasamtakanna,
Jóhannes Gunnarsson

Slóðin á frumvarpið er