Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála

Fimmtudagur, 4. nóvember 2010

 

Nefndasvið Alþingis
Allsherjarnefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík                                                                

Reykjavík, 4. nóvember 2010.

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 með síðari breytingum, 20. mál.

Neytendasamtökin taka undir það sem fram kemur í athugasemdum við ofangreint frumvarp að enn ríkir óvissa um ýmis atriði er varða lögmæti ákveðinna tegunda lánssamninga. Eðli máls samkvæmt, og við þær aðstæður sem nú eru uppi, er afar brýnt að skorið verði úr þeirri réttaróvissu sem fyrst.

Neytendasamtökin styðja því eindregið ofangreint frumvarp og hvetja til samþykktar þess.

Virðingarfyllst,
f.h. Neytendasamtakanna
Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Slóðin á frumvarpið er: