Frumvarp til laga um farþegagjald og gistináttagjald

mánudagur, 14. febrúar 2011

 

Nefndasvið Alþingis
Efnahags- og skattanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 14. febrúar 2011

Umsögn Neytendasamtakanna við frumvarp til laga um farþegagjald og gistináttagjald, 359. mál.

Með ofangreindu frumvarpi er lagt til að tekin verði upp svokölluð farþegagjöld fyrir hvern farþega um borð í flugförum og farþegaskipum, og gistináttagjöld af hverri seldri gistinótt. Neytendasamtökin leggjast gegn óbeinum sköttum af þessu tagi vegna tvíhliða verkunar þeirra. Annars vegar mun verð á þeirri þjónustu sem um ræðir hækka og hins vegar hefur þetta áhrif á vísitölu neysluverðs sem hefur í för með sér þyngri greiðslubyrði verðtryggðra lána, en ljóst er að frumvarpið, verði það að lögum, mun hafa nokkur áhrif á vísitölu neysluverðs.

Neytendasamtökin leggjast því gegn samþykkt þessa frumvarps og hvetja til endurskoðunar þess.

Virðingarfyllst,
f.h. Neytendasamtakanna
Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Slóðin á frumvarpið er