Frumvarp til laga um stimpilgjald

Fimmtudagur, 6. mars 2003

 

Efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingi
150 Reykjavík

Reykjavík 6. mars 2002

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um stimpilgjald, 121 mál.

Neytendasamtökin lýsa yfir eindregnum stuðningi við þetta frumvarp. Það eina sem mætti gagnrýna í frumvarpinu er að gengið sé of hægt í að afnema stimpilgjaldið. Það er skoðun Neytendasamtakanna að hér sé um rangláta gjaldtöku að ræða. Það eru ekki síst tvö atriði sem mestu máli skipta fyrir fjölskyldur varðandi þetta frumvarp.

Stimpilgjaldið gerir fjölskyldum erfiðara fyrir að eignast húsnæði vegna aukins kostnaðar og því miður er hér um háar upphæðir að ræða.

Í öðru lagi gerir stimpilgjaldið fjölskyldum sem eru í greiðsluerfiðleikum erfiðara fyrir að taka á vandamálum sínum. Þar sem þar er um að ræða þær fjölskyldur sem búa við erfiðustu kjörin er fráleitt að gera erfiðleika þeirra meiri með ranglátri gjaldtöku stjórnvalda, gjaldtöku sem jafna má við skattlagningu.

Virðingarfyllst,
f.h. Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson
formaður Neytendasamtakanna

Til að skoða frumvarpið: