Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu

Þriðjudagur, 12. maí 2015

Nefndasvið Alþingis
Utanríkismálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 11. maí 2015

Umsögn um þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu, 626. mál.

Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var 19.-20. september 2008 var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Þing Neytendasamtakanna telur tímabært að við látum reyna á það með aðildarviðræðum hvort hægt sé að ná viðunandi samningum í málum er varða sjávarútveg og landbúnað. Ljóst er að hagmunir heimilanna í þessu máli eru það miklir að ekki er ástæða til bíða lengur að láta reyna á þessa þætti með aðildarviðræðum. Það yrði að sjálfsögðu þjóðin sem tæki lokaákvörðun um ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningar liggja fyrir.”

Með vísan til þessarar samþykkt er það skoðun Neytendasamtakanna að eðlilegt sé að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda beri áfram aðildarviðræðum okkar við Evrópusambandið og er því lýst yfir stuðningi við framangreinda tillögu.

Virðingarfyllst
f.h. Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson formaður

Slóðin á þingsályktunartillöguna er http://www.althingi.is/altext/144/s/1082.html.