Tillaga til þingsályktunar um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum

Miðvikudagur, 3. desember 2003

 

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis
Alþingi
150 Reykjavík

Reykjavík 3. desember 2003

Efni: Tillaga til þingsályktunar um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum, 99. mál.

Neytendasamtökin hafa þá stefnu að afnema beri verðtryggingu á fjárskuldbindingum. Neytendasamtökin styðja því hugmyndir og tilögur sem eru líklegar til að þoka þessu baráttumáli samtakanna í rétta átt. Með tilliti til þess hve málið er mikilvægt fyrir fjármál heimilanna, telja Neytendasamtökin að skipa beri fulltrúa frá Neytendasam-tökunum í nefnd þá sem tillagan gerir ráð fyrir að verði skipuð.

Neytendasamtökin telja að taka eigi ákvörðun um að afnema verðtryggingu nú þegar, enda verður gildandi lánssamningum ekki breytt nema með samþykki bæði lánveit-enda og lántaka. Því mun það taka all mörg ár þangað til að verðtrygging fjárskuld-bindinga hverfur með öllu.

Virðingarfyllst
f.h. Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson formaður

Hlekkur inn á frumvarpið: