Tillaga til þingsályktunar um frádrátt á tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum einstaklinga

Miðvikudagur, 10. október 2012

 

Alþingi
b/t efnahags- og viðskiptanefndar
150 Reykjavík

Reykjavík 10. október 2012

Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um frádrátt á tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum einstaklinga , 4. mál.

Á þingi Neytendasamtakanna 29. september sl. var samþykkt ályktun um afnám verðtryggingar á neytendalánum og að verðtryggð lán verði færð niður til samræmis við niðurfærslu þeirra lána sem voru með ólöglega gengistryggingu. Meðfylgjandi er samþykkt þingsins.

Með bestu kveðju
Jóhannes Gunnarsson
formaður Neytendasamtakanna