Umsögn um tillögu til þingsályktunar um frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum

Föstudagur, 27. september 2013

 

Nefndasvið Alþingis
Allsherjar- og menntamálanefnd
Austurstræti 8 – 10
150 Reykjavík

Reykjavík, 27. september 2013

Athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum.

Neytendasamtökin eru fylgjandi ofangreindri tillögu, enda eðlilegt að ekki komi til frekari innheimtu og fullnustugerða meðan unnið er að lausn á skuldavanda heimilanna. Jafnframt er mikilvægt að þeirri vinnu verði hraðað sem allra mest svo leysist úr óvissuástandi, t.a.m. hvað varðar verðtryggð fasteignalán.

Virðingarfyllst,
f.h. Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson, formaður