Umsögn um breytingu á búvörulögum

mánudagur, 14. mars 2016

Nefndasvið Alþingis
Atvinnuveganefnd

Reykjavík 14. mars 2016

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, 85. mál.

Neytendasamtökin hafa ítrekað gert athugasemd við það fyrirkomulag að innflytjendur bjóði í það takmarkaða magn landbúnaðarvara sem heimilt er að flytja inn. Þannig hafa samtökin gert athugasemdir um að þetta leiði aðeins til hærra verðs til neytenda, enda fer slíkur kostnaður út í verðlagið. Því hafa Neytendasamtökin kallað á annað fyrirkomulag varðandi úthlutun á tollkvótum og ávallt komist að þeirri niðurstöðu að heppilegast sé að gera það með hlutkesti.

Að þessu sögðu lýsa Neytendasamtökin sig fylgjandi því að þetta frumvarp verði samþykkt.

Með bestu kveðju
f.h. Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson formaður

Sjá má frumvarpið á þessari slóð: http://www.althingi.is/altext/145/s/0085.html.