Umsögn um drög að nýrri reglugerð um velferð nautgripa

Þriðjudagur, 3. júní 2014

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
B/t Rebekku Hilmarsdóttur
Skúlagötu 4
150 Reykjavík

Reykjavík 3. júní 2014

Efni: Umsögn um drög að nýrri reglugerð um velferð nautgripa.
 
 
Neytendasamtökin fagna þessum drögum og telja að margt sé þar til bóta. Samtökin telja mikilvægt, til að tryggja skilvirka vinnu eftirlitsaðila, að reglugerðin sé jafn ítarleg og raun ber vitni.
 
Neytendasamtökin vilja beina því til ráðuneytisins hvort ekki sé eðlilegt að ákvæði sé í reglugerðinni um að kýr geti ávallt karað kálfa sína eftir burð enda er það þeim eðlislægt eins og öðrum dýrum að geta karað afkvæmi sín. Í öðru lagi hvort ekki sé eðlilegt að nýbornir kálfar fái notið broddmjólkur lengur en segir í 8. gr. draganna. Í þriðja lagi hvort ekki sé eðlilegt að nýbornir kálfar fái notið viðveru móður sinnar fyrstu daga eftir burð. Loks vilja Neytendasamtökin leggja áherslu á mikilvægi ákvæðis í 18. gr. um útivist nautgripa með greiðum og frjálsum aðgangi að beit á grónu landi. Að mati samtakanna er spurning hvort þetta ákvæði þurfi að vera skýrara til að fyrirbyggja að nautgripir njóti aðeins útvistar í skamman tíma eins og mun vera reyndin á sumum kúabúum.
 
Neytendasamtökin hafa jafnframt kynnt sér athugasemdir Dýraverndarsambands Íslands við drögin og taka undir þær athugasemdir.
 
Virðingarfyllst
f.h. Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson formaður