Umsögn um drög að nýrri reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár

Þriðjudagur, 3. júní 2014

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
B/t Rebekku Hilmarsdóttur
Skúlagötu 4
150 Reykjavík

Reykjavík 3. júní 2014

Efni: Umsögn um drög að nýrri reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár

Neytendasamtökin fagna þessum drögum og telja að margt sé þar til bóta. Samtökin telja mikilvægt, til að tryggja skilvirka vinnu eftirlitsaðila, að reglugerðin sé jafn ítarleg og raun ber vitni.

Neytendasamtökin vilja þó gera eina athugasemd. Mikilvægt er að skýrt sé í reglum að eftirleitir fari ávallt fram en fram hafa komið dæmi um annað þrátt fyrir að allt fé skili sér ekki í fyrri leitum.

Neytendasamtökin hafa jafnframt kynnt sér athugasemdir Dýraverndarsambands Íslands við drögin og taka undir þær athugasemdir.

Virðingarfyllst
f.h. Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson formaður